Húnavaka - 01.05.1967, Side 129
HÚNAVAKA
127
Nei. Áfram verðnm við að halda, setja markið liátt, og stefna svo
beint á brekkuna. Okkur hitnar ef til vill, og finnst þreytan ætla að
yfirbuga okkur, en upp verðum \ ið að komast, — upp á efsta tindinn.
„Vinnan göfgar." Það er áreiðanlegur sannleiki, hversu lítilfjör-
legt, sem verkið kann að virðast, ef það er unnið af alúð og trú-
mennsku, kemur þaðað margföldum tilætluðum notum, og hefir um
leið göfgandi áhrif á þann, er verkið vann. Það er sorglegt að vita til
þess, hvað nriklir og góðir kraftar eru ónotaðir, eða að minnsta kosti
lítt notaðir í litla, fátæka landinu okkar.
Við, unglingarnir, viljum í hópum yfirgefa æskustöðvarnar og
sveitalífið, en heimsækja kaupstaðina og glitið þar. Það má vera, að
lirein útþrá sé oftast aðalorsökin, en mörg dæmi finnst þó áreiðan-
Iega, þar sem einungis vonin um rólegri daga og frjálsara líf er aðal-
orsfikin til burtþrárinnar.
F.n þá er mikið verra að láta hana sigra, því að þá er svo hætt við,
að maður snúi oft seint á æskustöðvarnar aftur; tíminn líði eins og
undir lestri skáldsagna og ævintýra, í óhollum draumi, án þróunar.
Lífið verður þá eins og stöðupollur, sem gruggast og smáþornar svo
upp.
Það eru sorgleg örlög að eyða mörgum dýrmætum árum til einskis
gagns, hvorki fyrir einstaklingana eða þjóðarheildina.
JÓHANNA BLÖNDAL. - Fædd 18.
september 1903. Hún er bús.ett á Sauð-
árkróki og rekur þar verzlun. Maður
hennar, Valgarð Blöndal, er nú látinn.
Jóhanna er dóttir Arna Þorkelsson-
ar og Hildar Sveinsdóttur, sem lengi
bjuggu á Geitaskarði.