Húnavaka - 01.05.1967, Page 130
128
HÚNAVAKA
Mér detla í hug, í þessu sambandi, orð séra Olferts Richards, er
liann segir í einni ræðu sinni um æskidýð og kristindóm: „En árin,
sem til spillis fara, þau getur enginn, ekki einu sinni Guð, gelið
aftur“. — Það hlýtur að vera hræðilegt að vakna e.t.v. ungur á hausti
ævi sinnar til meðvitundar um það, að mörg dýrmæt ár séu glötuð að
fullu og öllu. Ég \ ildi því óska þess, að okkar fámenna félag, liefði það
ætíð liugfast að láta árin ekki líða til ónýtis.
Finnum gleði í því að vinna þjóð okkar gagn, hvort það heldur
er andleg eða líkamleg vinna, sem við höfum með höndum.
Hugsum ekki sem svo: ,,Ég er einskis megnugur og get ekkert
unnið til gagns“, — helchir: „Ég legg glaður fram mína litlu krafta,
þjóð ntinni og fósturjörð ti! gagns, og Guði til gleði '. — Finnum við
þá ekki, að við getum áorkað svo margfalt meira, en við gátum nokk-
urn tíma gert okkur vonir um. — finnum, að við verðum vorboðar.
31. jam'iar 1923.
Hvöt
Verum sannir vorsins boðar,
vinnum heill vors kæra lands.
Fagur geislaröðull roðar
rúnir glæstar kærleikans.
Sækjum fram, með sverð í höndum,
sigrum landið, unga þjóð.
Tengjumst sterkum tryggðabiindum,
treystum kraft vorn, menn og fljóð.
Látum ekkert okkur buga,
áfram höldum setta braut.
Þá mun vorið vaka í huga,
og viljinn hjálpa að sigra þraut.
Þá mun gleði og gæfa skína,
í gegn um okkar hversdagsstörf.
Þá mun aldrei auður dvína,
ef við rækjum störfin þörf.