Húnavaka - 01.05.1967, Side 132
130
HÚNAVAKA
ar, og lifa glaðan dag í félagsskap vina og kunningja nær og fjær,
sem þarna mundu vera.
Þessi dagur var líka einn af þeim, sem Iiel/.t geta komið fólki í
sólskinsskap, ef J)að á annað borð er liægt. Fjörðurinn blikaði spegil-
sléttur svo langt sem augað eygði, og himinninn hvelfdist yfir, heið-
ur og blár.
Bílarnir streymdu framan úr sveitunum fullir af fólki, eftir grá-
um, rykugum veginum, og ]:>yrluðu miskunnarlaust, möl og ryki
vfir túnin, sem að leið þeirra lágu. Fólkinu fjölgaði á götunum. Þar
var fullt af sólbrenndu sveitafólki, bæjarfólki og skemmtiferðafólki.
Skemmtunin hófst. Þar voru ræðuhöld, söngur og fleira. Hvarvetna
sáust glaðleg andlit. Hlátrar og glaumur heyrðust úr öllum áttum
og nú átti dansinn að fara að byrja, og hann þráðu flestir, a. m. k.
yngri kynslóðin.
Fólksstraumurinn beindist nú aðallega í átt að samkomuhúsinu,
þar sem orðlagður og langt að fenginn harmónikusnillingur seiddi
hina fegurstu tóna úr harmónikunni sinni. Brátt fylltist húsið og
dansinn dunaði í algleymingi.
Þá mundi ég allt í einu eftir því, að ég þurfti að skreppa í hús út
í bæ og reka þar smáerindi. F.g snaraði mér í kápuna og gekk upp
götuna. Leið mín lá framhjá sjúkrahúsinu. Þegar ég gekk þar hjá,
heyrði ég að barið var í glugga, sem að götunni sneri. Þegar ég leit
upp, sá ég andlit, sem ég kannaðist vel við.
Það var gömul skólasystir mín og vinkona, ég vissi að hún var
búin að bggja þarna margar vikur, en ég hafði aldrei haft tíma né
tækifæri til að heimsækja liana.
Eg flýtti mér upp tröppurnar og inn ganginn og hitti þar fyrir
hjúkrunarkonu, sem ég spurði, hvort ég mætti líta inn til hennar
sem snöggvast. Hún leyfði mér það, en bað mig að vera ekki lengi,
því að nýlega uppskorinn sjúklingur lægi á sömu stofu. Síðan opn-
aði hún dyrnar og vísaði mér inn.
Ég gekk inn að rúminu, þar sem hún lá. Hún reis upp, rétti mér
höndina og brosti. Hún hafði breytzt mikið frá því ég sá hana síð-
ast. Andlitið var fölt og tekið, varirnar fölar, en augun voru lík,
dökkbrún og dreymandi. En hvað hún var öðruvísi en glaða og
blómlega stúlkan, sem ævinlega gat komið öllum í gott skap í skól-
anum í gamla daga.
Skelfing hlaut að vera dauflegt að bggja hér á þessari leiðinlegu