Húnavaka - 01.05.1967, Side 133
HÚNAVAKA
131
stofu, meðan aðrir gátu notið sumarsins, legið úti í grænu grasinu
og lofað sólinni að skína á sig og teygað ilminn úr hinni gróandi
jörð.
Ég spurði livað hún væri búin að liggja hér lengi, — það voru rúm-
ar átta vikur. „Bráðum get ég, ef til vill, farið að klæða mig, og svo
farið heim“ og svipur hennar varð glaðlegri við tilhugsunina. „Hér
er svo hræðilega leiðinlegt, það kemur varla nokkur manneskja að
heimsækja mig, og ég þekki svo fáa hér í bænum og fólkið í sveit-
inni minni hefur alltaf svo mikið að gera, og í mörg liorn að líta
þegar það kemur í kaupstaðinn. Ég sé aldrei neitt út í veröldina,
nema út á þessa rykugu andstyggilegu götu hér fyrir utan. Eina til-
breytingin er að hlusta á útvarpið, ef það hefur eittlivað skemmti-
legt að bjóða.
Núna í dag hefur verið óvenjulega mikil umferð hér á götunni.
Ég hefi séð marga sem ég þekki, en enginn hefur einu sinni litið
upp í gluggann minn, hvað þá að þeir liafi litið inn til mín.“ Hún
þagnaði og Iiorfði upp í hvítt loftið í herberginu, og mér sýndust
tár í augum hennar, ef til vill var einhver í hópnum hér í dag, sem
hún óskaði sérstaklega að myndi eftir sér og kæmi til sín. Ég vissi
að hún var tilfinninganæm, og fannst hún vera eins og fangi hér í
þessari ömurlegu stofu, veik og þreytt, fannst lífið hafa kastað sér
út í horn, þar sem hún væri nú ein og yfirgefin, og ekki fær um að
lifa.
Mér var orðið þannig innanbrjósts, að mér fannst ég enga löngun
hafa til að fara aftur inn í danssalinn. Það var orðið framorðið og
ég var víst búin að vera of lengi, það var farið að rökkva. Nótdn
nálgaðist með kyrrð og ró, og svæfði alla við barm sinn, sem þreyttir
voru og þráðu hvíld og frið.
18. desember 1943.
Ráðning: Giftingarhringur.