Húnavaka - 01.05.1967, Page 136
134
HÚNAVAKA
sem leið liggur niður með ánni, sem rennur þar í vestur rétt fyrir
utan bæinn í Kálfárdal, og síðan áfram í þröngu gljúfri, sem Ogöng
nefnist.
Hér fer ég að kannast við mig, hér hefi ég áður verið með bróður
mínum, sem var eldri en ég, að veiða silung, og hafði ég það embætti
að bera silungakippuna, og þótti mér mikil upphefð í því. Við átt-
um þá heima í Kálfárdal og var ég ekki nema 11 ára, þegar foreldrar
mínir fluttu þaðan. Þó finnst mér ég kannast við allt, eins og ég
hefði alltaf verið hér.
Ég ríð lieim lijá bænum, eða bæjarrústunum, því að nú er bær-
inn hruninn og í eyði. Ég fer af baki, því að liér verð ég að stanza
og líta á gamlar stiiðvar. Ég sleppi hestunum í túnið og verða þeir
því fegnir og háma í sig grasið, sem er mikið.
Það er annars undarlegt, hvað þau spretta vel þessi gömlu tún —
gefa lítið eltir sumum túnunum, sem á er borið. F.n nú vill enginn
nota þetta gras, og þessi tún framar, nema þá sem afréttarland.
Eftir að ég hefi hvílt mig um stund, stend ég upp og litast um.
Hér er allt eitthvað svo kunnugt — gamlar og hugljúfar minningar
fljúga gegnum huga minn frá þeim tíma, er ég lifði hér áhyggju-
laus. Ótal atvik rifjast upp, sem farin eru að dofna i vitund minni.
Eg segi aðeins frá einu: Ég man eftir mikla lognsnjónum, sem einu
sinni kom, hann var svo djúpur, að hann tók okkur krökkunum í
mitti, að minnsta kosti. Við fórurn í húsin, því að pabbi var ekki
heima, liafði farið í kaupstaðarferð norður á Sauðárkrók. Mig minn-
ir að það væri rétt fyrir jólin. Ég man aldrei síðan eftir svo miklum
lognsnjó.
í þessu færi kafaði pabbi heim um kvöldið og hafði um 80 pund
meðferðis, bundið í bak og fyrir. Það þætti erfitt nú á diigum, þeg-
ar enginn kemst bæjarleið, nema þá á bíl.
Ég geng suður og niður fyrir túnið, þar eru hvammar með lækn-
um, sem kemur liér framan dalinn, og rennur hann í ána, sem fyrr
er getið, rétt þar, sem Ógöngin byrja. Þar sem lækurinn kemur í
ána er hylur, sem við krakkarnir höfðum svo gaman að vaða í.
Stundum fórum við úr öllum fötum og létum strauminn bera
okkur niður yfir hylinn, og var það mjög gaman.
í hvammabrúnunum mynduðust oft á vetrum stórar hengjur, og
höfðum við mjög gaman af að stökkva þar fram af, og létum okkur
svo renna niður að læk. I þessum hvömmum varð ég, og við öll,