Húnavaka - 01.05.1967, Qupperneq 137
HÚNAVAKA
135
hræddari en ég man eftir að Iiala orðið fyrr eða síðar. hað var við
tvö mannýg nant, sem heimsóttu okknr.
Þessi nant voru frá Þverárdal, og höfðu verið rekin norður í fjöll
og áttu að ganga þar yfir sumarið. Þau voru allt í einu komin lieim
undir bæ, og áttum við ekki annars úrkosta, en að flýja sem fætur
toguðu niður í hvamma, því að það var styttra en heim í bæ. Nautin
eltu okkur og hefðu áreiðanlega gert út af við okkur, hefðu þau náð
okkur, en við vorum fljótari niður fyrir hvammbrúnina, og kom
umst þar í gott fylgsni undir háu barði, svo að þau sáu ekki hvað
af okkur varð.
Þau rótuðu upp jörðinni með hornum og klaulum og létu mjög
diilgslega. Þetta var ekki í eina skiptið, sem þau heimsóttu okkur,
og gekk oft erfiðlega að koma þeim burt, enda ekki hægt, nema vel
ríðandi.
F.itt vor tókum við krakkarnir eftir undarlegu háttalagi í tveim
hröfnum. Báru þeir hríslur og alls konar rusl í nefinu langar leiðir
að, og stefndu alltaf á sama stað í Ogöngunum, en í þeim eru liamr-
ar miklir og illgengir. Ogöngin eru beint á móti bænum og sést vel
um mikinn part af þeim að heiman. Við veittnm hrölnunum eitt
sinn eftirför, til að sjá hverju þetta sætti, og sáum við að þeir voru
að byggja sér hreiður í liáum kletti. Virtist okkur sem hægt myndi
að komast alla leið upp, með því að klifra upp sprungu, sem var í
klettinn. Létum við fljótt verða af þeirri hugmynd okkar, og klifr-
uðtim upp til að sjá þessa smíði, en ekki komumst við nema eitt í
einn, sprungan var svo mjó,
Allt gekk þetta slysalaust, og komumst við niður aftur heilu og
höldnu. Hreiðrið mátti heita mjög óvandað, ekkert nema hríslu-
lurkar og beinarusl, og mátti merkilegt heita, ef hrafnamamma gæti
ungað út í svona hreiðri. Það var ólíkt eða smáfuglahreiðrin, sem
við höfðum svo oft fundið. Þau voru öll mjög haglega gerð, ofin úr
fínum stráum, hrosshári og ull, og að öllu leyti hin mestu listaverk,
og þar að auki voru þau alltaf í góðu skjóli, annað hvort í djúpri
veggjarholu, liolu í þúfu eða börðum, eða þá niður í djúpri hraun-
gjótu. F.n þetta hrafnshreiður var hér á háum kletti, mjög áveðuis
fyrir öllum áttum, og þar að auki svona illa gert.
Það mátti mikið vera, ef þetta færi ekki illa fyrir þessum hrafns-
hjónum, en ef til vill vissu þau sínu viti. Við lofuðum sjálfum okk-
ur því að við skyldum fylgjast með og sjá hvernig gengi. Enn var