Húnavaka - 01.05.1967, Síða 138
136
HÚNAVAKA
ekkert egg komið í hreiðrið, þó að það væri fullgert að sjá. Við fór-
um nú heini, ánægð yfir þessari uppgötvun. Næstu daga á eftir lit-
um við oft yfir í Ogiingin, en svo undarlega fór að bregða við, að
við sátnn hrafnana mjcjg sjaldan, og að síðustu hurfu þeir alveg, en
í staðinn voru komin þar fálkahjón.
Sjáanlega höfðu þau annað hvort rekið hrafnana burt með valdi,
eða þeir höfðu farið af öðrum ástæðum, og fálkahjónin svo tekið
hreiðrið til eigin afnota, enda leið ekki á löngn þar til fálkamamma
verpti í hreiðrið og hefur víst þótzt góð, að þurfa ekki að hafa fyrir
hreiðurgerðinni.
Við trúðum því, að fálkahjónin liefðu rekið hrafnana burt, til
þess að geta sjálf notað hreiðrið, og þó að okkur væri ekkert sérlega
vel við hrafnana, vegna þess að þeir rændu oft eggjum og ungum
frá c'jðrum fuglum, Jrá gátum við ekki þolað svona yfirgang, og hét-
um því að hefna fyrir þá og ákváðum að taka eggin frá valnum í
hefndarskyni. Hann gat þá verpt aftur ef hann vildi, og ungað því
út — við höfðum heyrt að hann gæti það.
Við bjuggum okkur undir Jaessa för með prik og alls konar vopn
og svo fór pabbi með okkur, því að j:>að gat verið hættidegt að heim-
sækja fálkahjónin, þau hcjfðu Jrað til, að renna sér niður að manni
og berja með vængnum, eins og þegar þeir voru að drepa vesalings
rjúpurnar, sem engum gerðu mein.
Þegar við vorum ferðbúin, lögðum við af stað og vorum að vörmu
spori komin að klettinum, Jtar sem hreiðrið var. Þetta var ekki langt
frá bænum. Við klifruðum þrjú upp í sprunguna, hvert á eftir ciðru,
þangað til það efsta náði upp í hreiðrið. Þannig gátum við hand-
langað eggin niður, þar sem þau voru látin á óhultan stað. Fálka-
hjónin létu mjög ófriðlega ineðan á þessu stóð og áttum við fullt í
fangi með að verja okkur, en nú voru eggin cill fjcigur komin niður,
aðeins áttum við eftir að komast ofan sjálf, og gekk Jjað fljótar en
við vildum.
Rétt í því að við vorum að snúa við og klifra niður aftur, kemur
fálkinn úr háalofti og stingur sér niður að okkur — alveg eins og
steypiflugvélarnar gera núna í stríðinu, — og ætlaði að berja okkur,
en hitti nú samt ekki. Þessi óvænta árás varð til þess, að það okkar,
sem efst var missti fótanna og datt á það næsta, og svo við öll þrjú
niður í fangið á pabba, sem stóð, til allrar hamingju neðan undir,
og greip okkur öll, annars hefðum við líklega fallið illa í grjóturð-