Húnavaka - 01.05.1967, Page 139
HÚNAVAKA
137
ina þarna neðan undir. Jæja, við sluppum þó lifandi, þó að segja
mætti að það væri við illan leik.
Við fórurn svo heim úr þessari glæfraferð, með eggin, sem síðar
voru seld einliverjum, fyrir fimm krónur livert.
Við sáum ekki fyrr en síðar hvað þessi för hafði í raun og veru
verið hættuleg. Við fórum nokkrum dögum síðar að hreiðrinu, eða
þangað, senr það hafði verið. Þá var það horfið, meira að segja klett-
urinn, sem það hafði verið á, var horfinn, hruninn niður í á með
öllu saman.
Nú varð okkur fyrst ljóst, í hve mikilli hættu við höfðum verið,
hefði kletturinn hrunið meðan við vorum að klifra í honum — það
er víst bezt að hugsa sem minnst um það, við viljum öll lifa lengi.
Hrafninn er öðrum fuglum vitrari. Hann hafði séð hvernig fara
mundi og flutt sig í tíma til að bjarga sér og sínum. Seinna fengum
við að vita að valur hefði verpt á öðrum stað í Ógöngunum, og voru
eggin líka tekin frá honum þar. Okkur datt strax í hug að þetta
væru sömu valshjónin, sem við tókum eggin frá, og fannst okkur þá
fullmikið að gert, að taka eggin tvisvar frá honum sama vorið, í
hefndarskyni fyrir það, sem hann hafði svo líklega ekki gert.
Ég hætti þessum hugleiðingum um löngu liðna atburði, tek hest-
ana og legg af stað heimleiðis.
Eg lít til baka í síðasta sinn. Mikill söknuður fyllir huga minn.
Hér hefi ég lifað skemmtilegustu stundir lífs míns.
Eg sakna horfinna bernskudaga — horfinna sælustunda, senr ekki
koma aftur.
Undarlegur tómleiki fyllir huga minn, mér finnst ég vera að yfir-
gefa dána vini — dána og jarðaða hér á þessum yfirgefna bæ.
30. janúar 1943.
HÖRÐUR VALDIMARSSON frá Holtastöðum:
Oglevmanlegt kvöld
Ási gamli er einsetukarl. Hann býr einn í kofa sínum og hefur ekk-
ert annað að hugsa um og sýsla með, en sjálfan sig, 10 ær og einn
hund. Ása gamla leiðist ekki einlífið.