Húnavaka - 01.05.1967, Page 141
HÚNAVAKA
139
mar og grund. Sýslumaðurinn kom sjálfur til dyra. Afhenti ég hon-
um strax bréfið, og baðst gistingar, sem auðfengin var frá hans hendi.
Er ég kom í baðstofu, sat allt heimafólk þar við vinnu sína. Gekk
ég fyrir hvern mann, og heilsaði öllum með handabandi. Þegar því
var lokið, fór ég að litast um í baðstofunni þarna, sem ég stóð.
Sýslumaður var nú kominn að lampanum, og reif upp bréfið, sem
ég kom með. En svo óheppilega vildi til, að sýslumaður rak sig í
lampann, svo að hann datt í gólfið og mölbrotnaði, auðvitað varð
kolamyrkur í baðstofunni. F.gstóð þarna eins og þvara, á miðju gólfi
og alveg ráðalaus, vissi hreint ekki hvernig ég átti að liaga mér undir
svona kringumstæðum. Það var eins og einliver skildi hug minn
þarna í myrkrinu, því að talað var til mín mjög vinarlega og sagt:
,,Gjörðu svo vel og seztu hérna á beddann hjá mér, maður minn.“
Það var sýslumannsfrúin, sem talaði, það var ég viss um. Ég tók
snöggt viðbragð og gekk yfir gólfið, þangað sem beddinn og sýslu-
mannsfrúin voru. Ég var dauðþreyttur eftir langa dagleið, og ætl-
aði því að njóta hvíldarinnar vel í beddanum. Svo hlammaði ég
mér niður, með öllum mínum þunga. Um leið og ég settist, heyrð-
ust ('tgurleg hljóð fyrir aftan mig. I einni svipan skynjaði ég hvers
kyns var: Ég hafði hlassað mér í kjöltu sýslumannsfrúarinnar. Þeim
ósköpum, sem gagntóku mig á þessari stundu, get ég með engum
orðum lýst. En hvað um það. Ég spratt upp eins og stálfjöður, hljóp
út úr baðstofunni og fram í göngin. Þar tók ekki annað betra við.
F.in af vinnukonum sýslumannsins var að koma framan úr búri með
brauð á bakka og kaffi í könnu. Líklega hafa þessar góðgerðir verið
ætlaðar mér. Ég hef verið á nokkuð mikilli ferð fram giingin, a. m. k.
varð áreksturinn svo harkalegur, að við duttum bæði á gólfið, hvort
um annað. Af kaffinu og kökunum er lítið að segja, það fór allt yfir
okkur. Stúlkan stóð stynjandi á fætur, — hefur líklega meitt sig, en
ég hraðaði mér til bæjardyra, tók þar lnifn mína og yfirhöfn, og
skundaði síðan út í myrkrið, áleiðis heim.
Hélt ég áfram alla þá nótt og bar ekkert til tíðinda á þeirri leið.
Heim var ég kominn um nón daginn eftir, og þótti öllum ég vera
fljótur í ferðum.
Heldur var maginn farinn að svengjast, og oft varð mér hugsað
til alls þess góða, sem niður fór í göngunum á sýslumannssetrinu.
Ekki sagði ég neinum frá því, sem fyrir mig kom heima hjá sýslu-
manni, en seinna um veturinn fréttist það og hlógu víst allir að