Húnavaka - 01.05.1967, Page 142
140
HÚNAVAKA
þessu nema ég.“------Og þar með er þessari sögu minni lokið, sagði
Asi gamli og dreypti á ölkrúsinni, er stóð á horðinu fyrir framan
hann.
Eg þakkaði gamla manninum fyrir siiguna, og gat þess að vel gæti
farið svo, að ég heimsækti hann aftur áður en langt um liði.
„Já, hlessaður gerðu það,“ sagði Ási, „og þá skal ég heita á okkur
púnsi."
27. januar 1947.
ANNA ÁRNADÓTTIR, Miðgili:
Dansleikur á Bæ
Jón gamli á Bæ stendur við aflinn í smiðju sinni og bakkar ljá.
Hann styttir sér nú löngum stundirnar við ýmislegt smávegis dútl
hér í smiðjuhrófinu sínu. Dagsverkið er nú ekki orðið nrikið finnst
honum, enda mun það nú svo hjá fleirum, sem komnir eru hátt á
sjötugsaldurinn. En í dag er liann ekki eins og hann á að sér að
vera. Hann heldur svo fast um hamarsskaftið að hnúarnir hvítna
og lætur höggin dynja allójryrmilega á ljáspíkinni. Nú raular hann
heldur ekki við vinnuna eins og venja lians er, púar aðeins í skegg
sitt öðru hvoru. Jón á Bæ er sárgramur. F.kki nema það þó. Fara
að halda ball hér á Bæ. Hvað þessum ungdómi gat stundum dottið
í hug. Þarna hafði Hanni sonur hans komið askvaðandi inn í hús
þeirra hjónanna í gærkveldi og spurt þau hreint og beint, hvort
þeim væri ekki sama, þó að þau lánuðu nú stofuna á laugardags-
kveldið. Ungmennafélagið ætlaði að lialda skemmtun, en húspláss-
ið vantaði svo tilfinnanlega eins og þau vissu og, þar sem stofan
hérna væri nú sú stærsta hér í kring, væri hún eina úrlausnin. Þau
ANNA ÁRNADÓTTIR. Fædd 1927. Hún er dúttir Árna Guðmunds-
sonar og Vilborgar Guðmundsdóttur, konu hans, sem lengi bjuggu á
Miðgili í Langadal. — Hún er búsett á Blönduósi og gift Valgarð Ás-
geirssyni, múrara.