Húnavaka - 01.05.1967, Síða 143
HÚNAVAKA
141
gömlu höfðu nú strax ætlað að taka af skarið með þessa flónsku í
drengnum, en þá hafði Hanni bara tekið sig til og haldið yfir þeim
þessa hrókaræðu, um afturhaldssemi eldra fólksins og skilnings-
leysi þess á áhugamálum æskunnar. Eitthvað minntist hann víst líka
á að úr því að hann væri nú einkasonur þeirra og yndi heima hjá
þeim, væri nú ekki til mikils mælzt að hann fengi að ráða öðru eins
og þessu. Loks endaði liann ræðuna með þessum orðum: ,,Og þar
sem ég er nú formaður þessa félagsskapar, stendur mér nærri að
greiða fyrir þessu eftir getu.“ Jón hafði nú samt ekki ætlað að láta
þessa röksemdafærslu á sig fá, og verið búinn að opna munninn til
endanlegra andsvara, en þá — hafði þá ekki kerlingarskrukkan hún
Halldóra lætt því út úr sér „hvort þau ættu nú ekki að láta þetta
eftir honum, þetta kostaði þau nú ekki svo mikið.“ Hann hefði svo
sem mátt vita, að svona mundi hún snúast við þessu, hún lét allt
eftir stráknum hvað vitlaust, sem honum datt í hug. Hann vissi líka
að ef hún tók þannig í eitthvert mál, þá skyldi það fram ganga, hvað
sem öðru leið. Þess vegna sagði hann ekki ineira, en sneri sér til
veggjar í fúlu skapi. Ekki þar fyrir að hann byggist nú við að sofa
mikið þá nóttina, því varð hann eigi svo lítið hissa í morgun, þegar
hann vaknaði, og komst að raun um, að hann hafði sofið nákvæm-
lega jafn lengi og hann var vanur. En svo vaknaði gremjan aftur í
huga lians, þegar hann minntist viðburða gærkveldsins. Jón gamli
púar og blæs og bisar við ljáinn. En hann Jón er nú fremur létt-
lyndur karl að eðlisfari, og því ekki vanur að ergja sig lengi út af
sama hlutnum. Þegar hann hefur nú velt þessu fyrir sér um hríð,
ákveður hann að taka þessu öllu með ró. Nú, og svo gat þetta nú
líka liaft sínar björtu hliðar. Það var þó alltaf tilbreyting að heyra
harmónikumúsik í húsinu, því að þó hægt sé að segja að nóg sé af
alls konar ,,músik“ og tónlist í útvarpinu, þá er minnst af því þess
eðlis að Jón á Bæ hrífist. Hann skilur eiginlega ekkert í hvað þeir
þarna í útvarpsráðinu lofa mönnum sjaldan að heyra í almennileg-
um hljóðfærum, eins og harmóniku, en troða sífellt upp með þess-
ar „jass eða djass“ hljómsveitir sínar, eða livað þeir nú kalla þær.
Yfirleitt er Jón lítið hrifinn af þessurn hljómsveitum, sem mikið er
þó látið af. Honum finnst það óttalegt garg. Hann hafði t. d. lítið
orðið hrifinn, er það fréttist fyrir skömmu að stofnuð hefði verið
hljómsveit þarna út á Ströndinni, þó að unga fólkið hefði hreint
ætlað að rifna. Sem betur fór datt þeim víst ekki í hug að fara að fá