Húnavaka - 01.05.1967, Qupperneq 145
HÚNAVAKA
143
inu og safnast í kringum hann stór hópur fólks og brátt sést ekkert
eftir, af hinni gimilegu köku nema mylsnuflekkur á gólfinu. Jóni
ofbýður að sjá farið þannig, með blessaðan matinn.
Að uppboðinu loknu byrjar dansinn að nýju. Jón fer nú fram í
eldhús og fær sér kaffisopa og rabbar um stund við pilta úr sveit-
inni, sem sitja þar. En bráðlega fer að koma ókyrrð á þá og loks
standa þeir upp og hypja sig inn í danssalinn, allveiðilegir á svip,
finnst Jóni. Eftir stundarkorn fer hann líka inn til að horfa svo-
litla stund á dansinn og hlusta á „músikina“. Hann veit að hann
muni ekki geta sofið hvort eð er. Sezt hann nú í hornið hjá Benna
spilara, þar sem hann þenur nikkuna, s\o svitinn bogar af honum.
Jón fer nú að horfa á dansinn. Ósköp er að sjá hvernig fólkið ber
sig til. Hann kallar þetta ekki dans, það dansa engin tvö pör eins og
svei mér ef það var í takt livað við annað. Það var eitthvað öðruvísi
þegar hann var ungur, þá dansaði fólkið. En svona hopp. Og sumir
stóðu nærri kyrrir. Hverslags var að sjá þetta. Nú verður Jóni litið
á pilt einn þarna fremst úr dalnum. Hann hefur krækt sér í kven-
mann utan úr þorpinu með hlammastóra eyrnalokka og málaðar
varir. Lætur hún fremur líklega við hann enda er piltauminginn
sýnilega í sjöunda himni og reynir nú með iillum ráðuin að vera
sem skemmtilegastur við hana. Hann hlær, talar og dansar, sem hann
bezt kann, þangað til svitinn drýpur af honum. Meðan þau bíða
eftir næsta dansi, dregur ltann upp vasaklút sinn og þurrkar sér mjög
rækilega um andlit og hendur. Vill hann nú sýna, sem allra mesta
kurteisi og riddaraskap. Snýr sér Jrví að dömu sinni og segir: „Vilt
þú þurrka þér?“ F.n stúlkan hefur víst ekki kunnað að meta svo
gagnkvæma prúðmennsku, því að hún segir fljótmælt um leið og
hún snýr sér undan: „Nei takk, ómögulega.“ Og Jón getur nú varla
láð henni það stúlkutetrinu, því að auðvitað vill hún ekki þurrka
af sér fegurðarsmyrslin. Honum kom ekki til hugar að aðrar ástæð-
ur lægju til hins afþakkaða boðs. Jón fer nú að svipast um eftir
Hanna. Ætli hann sé ekki hérna? Jú, bíðum við, þarna er hann út
í einu horninu. Og hvað er að sjá til hans. Hann er að dansa við
Laugu í Asi og svei mér, ef hann er ekki með nefið við kinnina á
henni. Jón var risinn á fætur. Hann ætlaði rétt að tala við dreng-
inn. Nei, annars það var bezt að láta það bíða þangað til fólkið væri
farið. En hann ætlaði ekki að líða honunr að verða sér svona til
skammar framvegis, og Jón þrammar út úr stofunni og ætlar upp