Húnavaka - 01.05.1967, Blaðsíða 148
146
HÚNAVAKA
hann og lneytt í hann ónottnn án minnstn saka og aldrei látið hann
finna til nokkurrar hlýju eða samúðar.
Allar þessar ásakanir beindust nú að henni, þar sem hún sat við
gluggann og Irlustaði eft-ir lótataki manns síns. Nei, hún gat ekki
lengur setið kyrr. Hún lleygði yfir sig kápu, batt klút um höfuðið
og hélt til dyra. Þegar hún opnaði hnrðina, þreif stornnirinn hana
af henni og fleygði henni svo fast upp að þilinu að allt lék á reiði-
skjálfi. Henni tókst þó að loka dyrunum með erfiðismunum. Storm-
urinn l'ór hamförum, hann tætti föt hennar, svo að lnin átti bágt
með að halda jafnvæginu. Afram hélt hún samt niður að litlu nausti,
sem sti')ð þar rétt \ið lendinguna. Þar var ofurlítið hlé fyrir veðr-
inu. Hún leit út á sjóinn. Brimgarðurinn reis með fjallháum öld-
um og brotnaði \ið klettana framan við víkurmynnið, en inni á
víkinni mátti heita dauður sjór. Það voru þessir klettar, sem gerðu
lendinguna svo hættulega. Það var aðeins örmjótt sund, sem fært
var og því mjög vandratað í stórsjó og myrkri. Sigrún hallaði sér
upp að naustinu og rýndi út á sjóinn. Sál hennar var í uppnámi.
Var nokkur von að báturinn næði landi í þessu veðri. Hann var
að vísu traustur og fór vel í sjó og Sveinn var einhver bezti for-
maður þar um slóðir og þaulkunnugur leiðinni. En var það á valdi
nokkurs manns að heyja baráttu við hin trylltu og ægilegu náttúru-
öfl — í von tim sigur.
Það var hún, sem hafði hrundið honum út í opinn dauðann með
kulda og tilfinningarleysi. Það var eins og myrkrið hefði rofnað
ofurlítið. Hjarta hennar tók kipp, grillti ekki í bát þarna úti fyrir?
Hún hvessti sjónina. Jú, það var ekki um að villast. Nú lrvarf hann
sjónum liennar í öldudalinn. Hún bað milli \onar og ótta. Nú sá
hún hann aftur nokkru nær. Henni sýndist hann þjóta með ofsa
hraða upp að klettunum. Svo var eins og hann breytti um stefnu,
allt í einu, hann stefndi ekki lengur á klettana heldur smaug eins
og ör inn um þröngt sundið, eftir andartak lá hann í lygnum sjó.
Hún riðaði á fótunum. Það var eins og þeir hefðu allt í einu orðið
aflvana. Frá brjósti hennar steig hljóðlát þakkargjörð fyrir þessa dá-
samlegu björgun. Hún sá í þoku mennina draga bátinn að landi og
setja hann. Hún heyrði rödd Sveins gegnum veðurhljóðið þegar
hann kallaði til manna sinna. Aldrei hafði henni fundizt hann eins
fallegur og karlmannlegur eins og þegar hann stóð þarna í olíuföt-
unum og stormurinn lék sér í brúnu blautu hári hans. Sjóhattinn