Húnavaka - 01.05.1967, Page 149
HÚNAVAKA
147
hafði hann misst út í veðiið. Þeir liöfðu nú lokið við að setja bát-
inn. Hásetarnir voru lagðir af stað heim til sín og létu aflann eiga
sig að sinni, sem lítill var. Sveinn var enn þá niður við bátinn. Sig-
rún gekk til hans, án þess hann yrði þess var.
,,Sveinn,“ hvíslaði hún.
Hann sneri sér að henni, undrandi á svip. Hann horfði andartak
í augu henni, án þess að segja orð. Allt í einu lj(')maði andlit hans.
Hann breiddi út faðminn. „Loksins hef ég fundið þig aftur,“ hvísl-
aði hann.
Hún hélt sér í hann dauðahaldi eins og hún væri hrædd um að
missa hann. ,,Ó, fyrirgefðu mér, Sveinn."
Hann þrýsti henni að sér, þau fundu að það djúp, sem stöðugt
hafði verið að breikka á milli þeirra var brúað, og þau voru ákveð-
in í því að sú brú skyldi verða örugg kjölfesta í lífi þeirra. Nú lét
veðurhljé)ðið ekki í eyrum þeirra eins og ógnþrunginn gnýr. Þeim
fannst það miklu fremur eins og hugljúft undirspil hamingju þeirra.
Þau leiddust heimleiðis.
25. janúar 1948.
GEORG AGNARSSON, Miðgili:
Til vorgyðjunnar
BROT
Með fuglaóm, er allir þrá —
eftir dómi mínum —
sólarljóma lýsir frá,
ljúfum blómum þínum.
Geislar fjölga, glóey skín,
gerast bjartar nætur.
GEORG AGNARSSON. Fæddur 1911. — Um eitt skeiff bóndi á Miðgili í
Langadal. Nýlega fluttur þaðan til Þorlákshafnar og nú búsettur þar.