Húnavaka - 01.05.1967, Page 150
148
HÚNAVAKA
()g við fyrstu tjörtök þín
festa blómin netur.
Faðmlög þín við fósturland,
falla ei þeim úr minni,
sem heyra báru bafs við sand,
hrósa ástúð þinni.
Blómin, sem að blunda hér,
blessun hlutti þína.
Báðu mig að bera þér,
beztu kveðju sína.
GUÐLAUG STEIXGRÍMSDÓTTIR, Móbergi:
\'or. í hugum allra íslands barna eru \ið það tengdar skemmtilegar
minningar, hugljúfar, en þó trega blandnar að því leyti að það, sem
liðið er kemur ekki aftur, en vonin um að hið ókomna beri í skauti
sér gæfu okkar, fyllir hugina þakklátri gleði, svo að við getum notið
unaðssemda \orsins sátt við allt og alla. Ég vaknaði kl. 7 morgun
nokkurn. f'g \ar búin að hugsa mér að fara snemma á fætur til þess
að geta notið alls dagsins, frá upphafi til enda, en nú þegar ég vakn-
aði var klukkan orðin 7, — reyndar var ég enn milii svefns og vöku.
Mig hafði verið að dreyma eitthvað, sem ég reyndi að rifja upp.
GUÐLAUG STEINGRÍMSDÓTTIR. Eæclcl 11. janúar 1938. Foreldrar:
Steingrímur Björnsson, bifreiðastjóri á Blönduósi, og María Valdimars-
dóttir, kona hans. — Hún ólst upp hjá Önnu Björnsdóttur og Pétri H.
Björnssvni á Móbergi og á þar heima enn. Hún hefir tekið mikinn þátt
í íþróttum og unnið mörg afrek fyrir félag sitt á þeim vettvangi.