Húnavaka - 01.05.1967, Side 152
150
HÚNAVAKA
núna, hún leit þesslega út þegar hún slapp inn daginn. Ég vona að
hún komi að í dag, og svo hinar ærnar, sem vorn óbornar, þegar þær
sluppu. Það verður gaman að sjá þær allar aftur, þannig reikar hug-
urinn meðan ég flýti mér í fötin. Þegar ég kem inn í eldhúsið býður
morgundrykkurinn þar, en engan sé ég af fullorðna fólkinu, það er
víst farið að mjólka kýrnar. Þá er nú það, ekki má gleyma því, það
þarf að mjólka þær áður en farið er at' stað, svo að þær komizt sem
fyrst út í góða veðrið, þeim veitir ekki af aumingjunum, sem þurfa
að standa inni, bundnar, allati veturinn.
Ég geri drykknum góð skil, tek svo mjólkurfötuna og hleyp út. í
dyrunum mæti ég kisu. Hún er ósköp vinaleg, malar og nuddar sér
upp við fæturna á mér, ég beygi mig niður og strýk mjúka og fal-
lega belginn hennar og nú erum við sáttar á ný. Það þýðir ekki að
erfa það við hana, þótt hún veiði sér til matar, það er hennar eðli,
og við því er ekkert að segja. F.n það dásamlega veður, glaða sólskin
og blíða. Það verður áreiðanlega gaman í dag, hugsa ég og Iteld
áfram út í fjósið. Þar er verið að mjólka af kappi. Þau eru að verða
búin, en það gerir ekkert til, ég er svo fljót með mína kú. Hún lítur
til mín og gaular, hún gerir það oft þegar ég kem í fjósið eins og
hún sé að bjóða mér góðan dag eða tala annað við mig. Ég veit að
hún þekkir mig vel, enda hefi ég alltaf mjólkað hana frá því hún bar
fyrst. Jæja, loksins eru mestu morgunannirnar frá og við leggjum af
stað til að smala.
Við stefnum til fjalls, það er bratt upp að ganga, en samt finnst
mér það alls ekki erfitt. Ég er svo létt og glöð í skapi að mér finnst
ég gæti hlaupið alla leiðina. Þannig verkar vorið og góða veðrið á
mig. Hafið þið ekki fundið til þess sama? Ég ætla svo aðeins að bæta
nokkrum orðum við. Það er kominn dagur að kveldi, einn af mörg-
um, skennntilegur, en erfiður. Ég er lögzt í mjúkt rúmið og læt fara
vel um mig, því að ég er dálítið Jrreytt og þá er gott að hvílast. Ég
ætla aðeins að renna huganum yfir liðinn dag áður en ég sofna. En
hvað er þetta?
Mér heyrist kind jarma, ætli eitthvert lambið liafi villzt frá. Við
gengum þó vel frá öllu áður en við komum heim. Jú, nú heyri ég
það aftur. Er mig farið að dreyma? Þarna fer Prýði með báðar fal-
legu gimbrarnar sínar svo stolt og glöð og þarna strolla þær sig allar
út hlíðina, sjálfsagt á leið norður í fjöll að njóta frelsisins óáreittar
og allar eru þær með lömbin með sér, svo að ekki þarf að hafa