Húnavaka - 01.05.1967, Page 155
HÚNAVAKA
153
Öld eftir öld,
alltaf mnn Þorri setjast við völd,
hann fannirnar herðir á foldu
og frostið í moldu.
Þótt fenni í spor,
finnum við aftur hið gróandi vor,
sólin á himninum hækkar,
hagléljum fækkar.
26. apríl lf)43.
VALDIMAR Á. STF.INGRÍMSSON, Móbergi:
Stjáni sterki
Saga þessi gerðist fyrir nokkrum árum í þéttbýlli sveit á Norður-
landi. Það var á þeim árnm, sem íþróttastarfsemin var í uppsiglingu
í bæjum þessa lands. Þá voru engin ungmennafélög starfandi í sveit-
um landsins og engin íþróttafélög. Þó var þegar voraði eins og and-
aði með vorblænum frá hinni nývöknuðn íþróttahreyfingu kaup-
staðanna og ungir menn og konur komu saman til leika, þegar vel
viðraði og frí fékkst frá önnum dagsins, sem ekki var eins oft og nú.
í þeirri sveit, sem ég nefndi áðan var margt af ungn fólki og glatt
á hjalla, þegar það kom saman. Þá var farið í bændaglímu, hlaupið
og stokkið, svo fátt eitt sé nefnt. í þessa umræddu sveit var nýlega
fluttur maður nokkur, sem gekk undir nafninu Stjáni sterki. Það
nafn fékk hann af því að hann taldi sjálfur að enginn stæði sér á
sporði í áflogum, glímu eða yfirleitt hvers kyns íþróttum og gár-
ungarnir sögðu að ef hann vissi ungar og fallegar stúlkur í nálægð
sinni, þá mætti heita að fátt væri það til í jörðu, eða á, sem liann
ekki gæti og skemmtu sér margir við að hlusta á grobb hans.
Vor það, sem sagan segir frá, hafði unga fólkið í sveitinni ákveðið
að æfa vel nokktið af þessum umræddu íþróttum og lialda svo opin-
bera skemmtun þar, sem allir, bæði ungir og gamlir gætu komið
saman og skemmt sér eina dagstund.