Húnavaka - 01.05.1967, Page 156
154
HÚNAVAKA
Stjáni sterki var mjög ötul 1 við að æfa sig með hinum ungu mönn-
unum. Hann var flestum ókunnur og þá var um að gera að reyna að
standa sig sem bezt.
Loksins rann upp sá dagur, sem ákveðið var að skemmtunin skyldi
fara fram. Veður var hið bezta, sem á var kosið, logn og blíða. Fólk
streymdi að úr öllum áttum, því að svona nýstárleg skemmtun eins
og þarna var auglýst, stóð ekki til boða á liverjum degi. Veðrið var
dásamlegt, og alltaf var nú gaman að koma á bak á góðum hesti,
rabba við náungann og gleyma önnum dagsins í glöðum kunningja-
hópi. Það var ákveðið að skemmtunin skyldi fara fram á hörðum
graseyrum með fram á nokkurri, sem þarna rann. Þar hafði verið
komið fyrir nokkrum tjöldum, þar sem hægt var að fá keypt kaffi,
ef fólk vildi, og annað slíkt. Einhver útvalinn úr hópi unga fólks-
ins bauð gesti velkomna og svo hófst keppnin. Fyrst átti glíman að
fara fram.
Stjáni sterki vildi vera foringi fyrir öðru liðinu og voru 10 hvoru
megin.
Fyrir hinu liðinu var ungur maður, liðugur og snar í snúning-
um, en frekar lítill vexti.
Svo byrjaði glíman og gekk af miklu fjöri, var mikið klappað og
hrópuð eggjunarorð til glímumannanna. I.oks stóð Stjáni sterki eftir
VALDIMAR STEINGRÍMSSON, -
Fæddur 7. júní 1939. Foreldrar: Stein-
grímur Björnsson, bifreiðastjóri á
Blönduósi. og kona hans, María Valdi-
marsdóttir. — Búfræðingur frá Hólum
1958. Ólst upp á Móbergi hjá Önnu
Björnsdóttur og Pétri H. Björnssyni.
Kvæntur Guðrúnu Jónsdótlur frá Ól-
afsfirði. Búsettur á Ólafsfirði.