Húnavaka - 01.05.1967, Blaðsíða 157
HÚNAVAKA
155
með tvo af sínu liði, en af hinu stóð foringinn einn. Þá var ekki um
annað að gera en ganga sjálfur fram til orrustu og áður en langt um
leið var hann búinn að fella þessa tvo, en var orðinn töluvert þreytt-
ur og móður og bjóst því við að lítið þýddi fyrir sig að leggja á móti
Stjána.
Stjáni hugsaði með sér að ekki yrði mikill vandi að fella þennan
væskil, sem þar að auki væri orðinn þreyttur, og var gríðarlega reist-
ur og hanalegur, svo að áhorfendurnir óskuðu með sjálfum sér að
hann yrði að láta í rninni pokann, svo að það minnkaði í honum
rostinn og reigingurinn.
Svo tóku þeir saman og Stjáni beitti öllum þeim briigðum, sem
hann kunni. Með lipurð og lægni tókst hinum að verjast þeim öll-
um. Þá fór að síga í Stjána og hugðist hann nú beita kröftum til að
fella andstæðing sinn, en snar sem elding brá hann hælkrók á Stjána,
þegar hann átti sízt von á og féll liann kylliflatur með allmiklum
dynk. Laust þá upp miklu fagnaðarópi meðal áhorfenda og var
óspart hrópað Iiúrra fyrir sigurvegaranum, sem þó lét h'tið yfir sér.
Stjáni sterki reis seinlega á fætur og labbaði frá, sneyptur og fýlu-
legur yfir úrslitunum. Næst var farið í reiptog og svo koll af kolli
og segir ekki af því fyrr en langstökkið hófst, sem var það síðasta í
keppninni. Þannig hagaði til þar, sem stökkva átti, að þar rann líti!
kvísl úr ánni og var hörð graseyri að henni öðrum megin, en mjúk-
ur sandur hiniun ntegin og þótti tilvalið að stiikkva í liann. Þegar
neðar dró með kvíslinni breikkaði hún örlítið og dýpkaði jafnframt
og voru þar grasbakkar á báða vegu.
Nú hófst stökkið og reyndu margir stökkhæfni sína. Stjáni sterki
stóð þar skannnt frá og þótti lítið koma til afreka þeirra, sem þar
voru unnin, hann hafði ekkert tekið þátt í leiknum síðan hann féll
í glímunni, en var nú aftur farinn að ná sér á strik með gortið og
hólsögurnar af sjálfum sér. Sagði hann að þetta, sem þarna væri gert,
væri ekki nema eins og fyrir smákrakka. Kallaði þá einhver úr
áhorfendahópnum, hvort hann vildi ekki sýna hvað hann sjálfur
gæti. Jú, Stjáni vildi það gjarna, en ekki þarna heldur neðar, þar
sem kvíslin væri breiðari.
F.kki var það til fyrirstöðu, fólkið var beðið að víkja til hliðar,
svo að Stjáni gæti tekið nægilegt tilhlaup. Já, svo skeði það.
Stjáni setti sig í stellingar nokkra metra frá kvíslinni og merkið
var gefið um að hann skyldi stökkva og ekki stóð á því. Hann hljóp