Húnavaka - 01.05.1967, Page 160
158
HÚNAVAKA
HILMAR FRIMANNSSON, Fremstagili:
Það ungur nemur, gamall temur
Ein aðallilið ungmennafélagsskaparins á að vera áhrif hans á upp-
eldi og þroska meðlimanna. Þess vegna er mjög áríðandi, að hver
og einn sé þess fullkomlega meðvitandi, liver ábyrgð hvílir á honum
í þessu el’ni. Sérstaklega hvílir skylda á þeim eldri og þroskaðri, að
vanda sem mest framferði sitt, þegar þeir eru í hóp með börnum og
unglingum, því að „hvað ungur nemur, gamall temur“.
Börn taka þá eldri sér til fyrirmyndar, hvort þeim verður sú eftir-
líking til góðs eða ills. Maður getur gjarnan sagt, að menn séu sanran-
settir af tveinr þráðum, uppistöðu og ívafi.
Þá yrði liið meðfædda upplag þeirra uppistaðan, en ívafið að
mestu leyti. Hlýtur því hver og einn að sjá, hversu mjög er áríð-
andi að vanda þann þátt mannsins, sem við sköpum, ívafið. Þarna
hvílir skyldan á hinu fullorðna fólki, sem umgengst börn, allt frá
foreldrum til hornkarla og kerlinga.
HILMAR FRÍMANNSSON. Fæddur
21. júní 1899. Bóndi á Fremstagili í
Langadal. Kóna hans er Birna Helga-
dóttir, ættuð úr Skagafirði. Hann hefir
setið lengst allra í stjórn Ungmenna-
félagsins Vorboðinn og unnið félaginu
mikið og vel, bæði fyrr og síðar. Hilm-
ar er sonur Frímanns Björnssonar og
Valgerðar Guðmundsdóttur konu lians
sem lengi bjuggu í Hvammi í Langa-
dal.