Húnavaka - 01.05.1967, Síða 161
HÚNAVAKA
159
Heimilin leggja venjulega til i lesta og sterkasta þræði í ívaf manns-
ins, en þó ná þeir oft og tíðum ekki nema skammt á leið. Snemma
fara börn að liafa kynni af nágrönnum sínum og lenda í félagsskap
og starfi nteð þeim á ýmsan liátt. Þannig samtengjast brautir þeirra
frá heimilunum. Þess vegna er það skylda allra foreldra að reyna að
fylgja sem bezt með í félagsskap barna sinna, vara þau við illum, en
hvetja þatt til að vera í góðum.
Þarna eiga ungmennafélögin að rétta fram hönd til hjálpar, og
það gjöra þau óefað, ef þau eru á réttri braut. En til þess, að félögin
séu fær um þetta ætlunarverk sitt, þurfa Jrau á stuðningi og liðsinni
foreldra að halda.
Foreldrum ætti líka að vera slíkt ljúft, því að með sinni hlutdeild
í félagsskapnum, geta þau fylgt börnum sínum lengra á leið en ella.
Æskan krefst glaðværðar og félagsskapar og er því hin mesta heimska
að halda henni nijög til baka í því efni. Á endanutn brýtur lu'tn helsið
og verður því valtari, sem lnin hefir lengur verið innibyrgð. Ung-
mennafélögin liafa fullkomlega sýnt, að þau geta unnið mjög mikið
fyrir þetta mál. Sérstaklega liafa þau þó sýnt það, með bindindisstarf-
seminni, þar sem þau hafa reynt á allan hátt, að forða meðlimum
sínum frá að venja sig á áfengisnautn, og þar með reynt að verja þá
fyrir hinu þyngsta böli; — ofdrykkjunni.
Vonandi bera félögin gæfu til að vinna mikið og þarft verk fyrir
þetta mál, um ókomnar aldir. 26. nóvember 1927.
Afrekaskrá Ungmennafélagsins Vorboðinn
til 1. janúar 1966
KONUR.
80 m. hlaup:
1. Guðlaug Steingrímsdóttir 10.3 sek.* 1961
* U.S. A. H.-met.
2. Margrét Hafsteinsdóttir 11.5 — 1957
3. Elsa Óskarsdóttir 12.2 — 1956
Kúluvarp:
1. Guðlang Steingríinsdótrir 8.79 nt.# 1961
# U. S. A. H.-niet.
2. Asta Karlsdóttir 8.61 — 1961
3. Margrét Hafsteinsdóttir 7.08 — 1962
100 m. Iilaup:
1. Guðlaug Steingrímsdóttir 12.7 sek.# 1962
• U. S. A. H.-met. fsl. met.
2. Margrét Hafsteinsdóttir 13.6 — 1961
3. Soffía Arnadóttir 13.9 — 1963
Kringlukast:
1. GuðlaugSteingrímsdóttir 29.39 m.# 1962
# U.S. A. H.-met.
2. Björg Einarsdóttir 23.72 — 1965
3. Margrét Hafsteinsdóttir 19.37 — 1961