Húnavaka - 01.05.1967, Page 165
Mannalát áricS 1966
ÞINGEYRAKLAUSTURSPRESTAKAL.L.
Ari Jónsson, Hafnarbraut 3 (Skuld) á Blönduósi, andaðist á heini-
ili sínu þann 6. jan. Hann var fæddur 10. júní 1901, að Enni við
Blönduós. Voru foreldrar lians þau lijónin Jón Helgason og Ingi-
björg Sveinsdóttir. Ingibjörg var systir Sigurðar, sent þá bjó í F.nni,
og voru þau af hinni svokölluðu Hnjúkaætt, sem er all fjölmenn í
héraðinu. Á fyrsta ári fluttist Ari að Skrajratungu með foreldrum
sínum og ólst þar upp. Var hann einn meðal 14 systkina. Árið 1916
fluttist hann til Blönduóss og byrjaði fljótlega upjt úr því að vinna
hjá samvinnufélögunum á staðnum. Vann hann hjá þeim alltaf öðru
hverju upp frá því. Ari var bókhneigður, las mikið og átti allmikið
safn góðra bóka. Nokkuð bagaði þó sjóndepra hann, bæði við lestur
og vinnu. Hann kvæntist Guðlaugu Nikódemusdóttur, ættaðri frá
Sauðárkróki, og eignuðust þau eftirtalin 10 biirn, Karl, Þorleif, Ingi-
björgu, Valgerði, Jón, Svein, Harald, Ara, Gnðrúnu og Önnu Helgu.
Ari var frábær heimilisfaðir, dyggur í störfum og góðum hæfileik-
um gæddur.
Snorri Kristjánsson, Pétursborg, Blönduósi, andaðist 6. febr. —
Hann var Þingeyingur að ætt, fæddur í Hraungerði í Aðaldal 12. júní
1885. Voru foreldrar hans þau hjónin Kristján Jóhannes Kristjánsson
og Hansína Sigmundsdóttir. Ólst liann upp hjá foreldrum sínum, en
fór snemma í vinnumennskn. \;ar liann um skeið á Laxamýri, og
kvæntist þar Jóhönnu Þórðardóttur, ættaðri úr Svarfaðardal. Bjuggu
þau nokkur ár nyrðra, en fluttust vestur í Húnavatnssýslu að Sauða-
nesi 1914. Þar bjuggu þau í 3 ár, en fluttust þá til Blönduóss, þar
sem Snorri átti heima til æviloka. Börn hans, og þeirra hjóna, eru: