Húnavaka - 01.05.1967, Side 168
166
HÚNAVAKA
hælinu á Blönduósi 8. sept. Hann var fæddur að Enniskoti í Víðidal
1. marz 1898. Foreldrar hans voru þau hjónin Jósef Bjarnason og
Sigurlaug Þorsteinsdóttir. Var Guðmundur sammæðra séra Valdi-
mar Eylands, sem lengi helir verið prestur í Kanada. Missti liann
ungur föður sinn, en ólst upp með móður sinni á ýmsum stöðum.
Var hann mörg bernsku- og unglingsár sín á Húnsstöðum og síðar
á Hnjúki hjá Þorbjörgu móðursystur sinni og síðar hjá Jóni syni
hennar. Árið 1981 kvæntist hann Hrefnu Hinriksdóttur. Fyrstu
tvö árin voru Jjau á Ytri-Völlum, en síðan um 30 ára skeið í Nýpu-
koti. Síðustu árin var heilsa hans tekin að bila og fluttist liann þá
ásamt konu sinni á Héraðshælið á Blönduósi. Þau hjónin eignuðust
4 dætur og eru þær sem hér segir: Ingibjörg lnisfrú á Utibleiks-
stöðum í Miðfirði, Brynhildur húsfrú í Köldukinn, Sigurlaug Stein-
unn húsfrú á Jcírfa og Aðalheiður Rósa á Skagaströnd.
Guðmundur bætti jörð sína mikið og byggði gott og myndarlegt
íbúðarliús, ræktaði mikið og byggði upp útilnis. Hann var ham-
hleypa til vinnu, svo að fágætt má teljast, og kappsfullur að sama
skapi. Hann var greindur vel, skoðanagóður og frábitinn öllum
flysjungshætti.
Alma Alvilda Amia Ólafsdóltir á Blönduósi, andaðist á Héraðs-
hælinu 14. nóv. Hún var fædd á Blönduósi 23. jan. 1898. Voru for-
eldrar hennar Olafur Olafsson og kona hans, Ingibjcörg Lárusdóttir,
dótturdóttir Bólu-Hjálmars skálds. Ólst Alma upp í foreldralnisum
og mun hafa gengið í Kvennaskólann á Blcinduósi og lokið þar námi.
Tvítug að aldri giltist luin Þorleifi Jónssyni og fluttist með lionum
að Forsæludal, þar sem Jrau voru næstu 2 árin. Að J}eim liðnnm
fluttust þau aftur til Blcinduóss, þar sem þau áttu síðan heima allt
til æviloka. Mann sinn missti Alma 1958. Þau eignuðust einn son,
Þórarin, sem búsettur er á Blcinduósi.
Alma var greind kona í bezta lagi eins og hún átti ætterni til,
ágætlega hagmælt, glaðlynd og skemmtileg í allri umgengni. Hún
var frábærlega hjálpfús og greiðvikin og nutu vandamenn hennar
og fleiri þess í ríkum mæli.
Sr. Þorst. B. Gíslason.