Húnavaka - 01.05.1967, Qupperneq 170
168
HÚNAVAKA
1922, 17. marz, andaðist Kristján maður liennar. Bjó hún þá með
sonurn sínum, og frá 1933 í Höfðakaupstað. Sigurbjörg var annáluð
dugnaðarkona, lág vexti, en snarleg. Þrifnaði hennar og snyrti-
mennsku var við brugðið. Húu var vel hugsandi og skýr. Þau hjón
eignuðust þessi börn:
Hólmfríði og Eðvarð, er önduðust á unga aldri. Karl, Eðvarðsínu
og Hólmfríði, er önduðust fulltíða. A lífi eru Sigurlaug og Elísabet
í Reykjavík, Henrý, Lúðvík, Kári, Sigurbjörn og Lára, búsett í
Höfðakaupstað.
Klemensina Karitas Klemensdóttir í Ægissíðu, Höfðakaupstað,
andaðist 12. júní. Hún var fædd 21. maí 1885 í Höfðahólum. For-
eldrar hennar voru Klemens Jónsson frá Holti í Svínadal og Ingi-
björg Hjálmarsdóttir frá Hólagerði, af ætt Hafnamanna. Klemensína
ólst mest upp hjá ömmu sinni, Kristínu Guðmundsdóttur í Auð-
kúluseli. Klemensína Klemensdóttir var annáluð dugnaðarkona,
enda mátti hún oft á því halda um dagana. Hún var jat’nlynd, vel
gefin og bókhneigð. Árið 1914 giftist hún Guðna Sveinssyni frá
Stóra-Grindli í Fljótum. Þau hjón bjuggu í 30 ár á Laxárdal, síðast
í Hvammi, en fluttu í Höfðakaupstað 1948. Þau eignuðust þessi
börn:
Rósberg G. Snædal kennara á Akureyri, Ingva Svein, Pálma og
Guðmund Kristin póst, er allir eiga heima í Höfðakaupstað.
Elsa Axelsdótlir Schiöth, Hjarðarholti, Höfðakaupstað, andaðist
14. júlí á Landspítalanum. Hún var fædd 23. des. 1906 á Akureyri.
Foreldrar hennar voru Margrét og Axel Schiöth, bakarameistari.
Var heimili þeirra mikið menningarheimili unr garðyrkju og hljóm-
list. Ung þótti Elsa hin fríðasta kona, listelsk og vel gefin. Hún
stundaði nám í píanóleik á Akureyri og Kaupmannahötn, enda
aðstoðaði hún karlakórinn Vísi á Siglufirði með undirleik.
Elsa giftist Magnúsi Bliindal, framkvæmdastjóra Síldarverksmiðj-
anna á Siglufirði. Hann andaðist 1945. Þau eignuðust tvö börn,
Sveinbjörn, búsettan í Höfðakaupstað, og Margréti, búsetta í Þýzka-
landi. Árið 1958 giftist Elsa Lárusi Jónssyni, er hefur síðustu 11
ár verið héraðslæknir í Höfðakaupstað.
Elsa Schiöth var kona velviljuð og hjartahrein, því var hún vel
látin af öllum, er kynntust henni.
Jóhanna Jóhannsdóttir, Baldursheimi, Höfðakaupstað, andaðist
23. sept. á Landspítalanum í Reykjavík. Hún var fædd 15. apríl