Húnavaka - 01.05.1967, Síða 172
170
HÚNAVAKA
ar. Tveimur árum síðar tóku ungu hjónin við búinu í Stóradal. Þar
með liófst hið mikla ábyrgðarstarf Sveinbjargar sem lnismóður á
stóru heimili. En hana brast ekki þrótt. Hún var skapföst, áræðin
og dugleg. 14. des. 19‘59 missti hún eiginmann sinn. Bjó hún síðan
með syni sínum, Jóni, en hann kvæntist 1944 Guðfinnu Einarsdótt-
ur. Eftir það var Sveinbjörg til heimilis hjá þeim allt til dánardæg-
urs. Þau Sveinbjörg og Jón eignuðust 3 biirn, einn son og tvær dæt-
ur. En á heimili þeirra voru mörg börn tekin til fósturs, en auk þess
dvöldu þar enn fleiri börn lengri eða skemmri tíma. Heimilið var
alltaf mannmargt.
Það var margt í fari Sveinbjargar, sem gerði henni kleift að standa
með sóma fyrir sínu stóra heimili, en einkum mun starfsgleðin ltafa
lyft undir með henni. Hún vildi vera sívinnandi. Þó að hún væri
komin sttður til Reykjavíkur síðustu ævidagana, lét hún ekki verk
falla sér úr höndum. Það lýsir hinni starfsömu konu betur en mörg
orð, að daginn fyrir andlát sitt var hún að prjóna sokk á eitt af
barnabörnum sínum (en þau voru orðin 13 og eitt barnabarna-
barn). Sveinbjörg var manni sínum traustur förunautur, börnum
sínum góð móðir og gerði á heimili sínu daginn bjartari og blýrri.
Hlutverk hennar var viðamikið og vandasamt, en lu'tn reyndist þeim
vanda vaxin. Hún var traust í vináttu, ást og trú.
Guðrún Jóhannsdóttir, Rútsstöðum, lézt á Héraðshælinu á Blöndu-
ósi 12. maí sl. Hún var fædd 23. júlí 1898 að Guðrúnarstöðum í
Vatnsdal. Foreldrar hennar voru hjónin Jóhann Þorsteinsson og
Sigurbjörg Olafsdóttir. Fyrstu æviárin var Guðrún með foreldrum
sínum á ýmsum bæjum, aðallega í Víðidal. En á árinu 1908 flutt-
ist hún með foreldrum sínum að Rútsstöðum, þá aðeins 10 ára göm-
ul. Þar var síðan heimili hennar allt til hinztu stundar, þó að hún
ætti þaðan nokkrar fjarvistarstundir á síðustu árum ævinnar. A ár-
inu 1915 missti Guðrún föður sinn. Kom þá að Rútsstöðum ungur,
myndarmaður, Sigurjón Oddsson, og tók við búsforráðum þar. Féllu
hugir þeirra Guðrúnar saman, og 7. september 1917 gengu þau í
hjónaband. Nærfellt hálfa öld höfðu þatt verið í hjónabandi, þegar
Sigurjón varð að sjá á eftir henni yfir „móðuna miklu“. Þau höfðu
þá staðið hlið við hlið í því mikla starfi að koma upp 12 börnum,
en það eru 8 synir og 4 dætur, sem öll eru á lífi. Börnin voru 13, en
eitt þeirra er látið.
Það var sannarlega stórt átak, sem þurfti til þess að koma upp