Húnavaka - 01.05.1967, Blaðsíða 173
HÚNAVAKA
171
svona stórum barnahópi, því að á þeim tímum var ekki um trygg-
ingar að ræða, sem styddu fjölmennar fjölskyldur. Suma tíma árs-
ins varð, svo að segja, að leggja nótt við dag. IJað var ekki reiknað
með 40 stunda vinnuviku, heldur ekki með minna en 140 stunda
vinnuviku. F.n Guðrún sá börnin sín þroskast og datna. Smám sam-
an hurfu sum þeirra að heiman. Hún varð tengdamóðir og annna.
F.n þó að hópurinn þannig stækkaði, átti hún ástúð og hlýju handa
þeim öllum. Fyrir börnunum hennar, tengdabiirnum og barnabiirn-
um var alltaf „heim“ að Rútsstöðum.
Guðrún annaðist vel það pund, sem henni var úthlutað. Það virt-
ist alltaf sumarhlýja í för með henni Guðrúnu.
Guðrún Erlendsdóttir frá Tindum lézt á Héraðshælinu á Blöndu-
ósi aðfaranótt 1. júlí sl. Hún var fædd að Beinakeldu í Þingi 28.
maí 1880. Foreldrar hennar voru hjónin F.rlendur Eysteinsson,
bóndi þar og kona hans Ástríður Sigurðardóttir frá Hindisvík á
Vatnsnesi. Á Beinakeldu ólst Guðrún upp í stórum systkinahópi.
Þegar Beinakeldusystkinin voru enn í bernsku, féll faðir þeirra frá.
Var það börnunum og heimilinu þungt áfall. F.n Ástríður bjó áfram
með börnum sínum, þar til synir hennar 2 tóku við.
Guðrún var heima hjá móður sinni fram um tvítugsaldur og vann
heimilinu. Ekki naut hún kennslu í opinlærum skóla, en hannyrðir
og saumaskap mun hún hafa numið annars staðar. Á því sviði var
hún listfeng, og sannarlega var hún vel verki farin. Til að veita
börnum sínum bóklega menntun, hafði Ástríður heimiliskennara á
veturna. Var þeim þessi fræðsla gott veganesti út í lífið.
Þegar Guðrún var 22 ára að aldri, giftist hún Sigurjóni Þorláks-
syni smið, en hann var í móðurætt kominn af Skeggsstaðaætt. Bjuggu
þau fyrst eitt ár að Hnausum í Þingi. Á næsta ári, 1910, fluttust þau
svo að Tindum í Svínavatnshreppi. Þar bjuggu þau síðan allan sinn
búskap, eða þangað til Sigurjón lézt 27. marz 1943. Þau eignuðust 7
bcirn, 5 dætur og tvo syni. F.ru 6 þeirra á lífi, en eina dóttur misstu
þau 18 ára gamla.
Þeim Guðrúnu og Sigurjóni búnaðist vel á Tindum, enda dugn-
aðarmanneskjur og bæði hagvirk. Þau voru samlient í búskapnum.
Umgengnin utan húss og innan sýndi greinilega, að snyrtimennska
var ríkjandi á bænum þeim. Guðrún var börnum sínum góð móðir.
enda barngóð að eðlisfari. Hún var þægileg í viðmóti og umgengni,
enda eignaðist hún marga vini, svo sem nágranna sína. Eftir að hún