Húnavaka - 01.05.1967, Side 174
172
HÚNAVAKA
sjálf hætti búsforráðum, var hún lengst af hjá börnum sínum. Um
skeið var hún á elliheimilinu Grund, en fluttist á sl. vori á Héraðs-
hælið, þar sem hún lézt 1. júlí, eins og áður var sagt.
Hún var sterk í raunum, stöðug í ást sinni og traust í trú sinni.
Sigurður Þorjinnsson, bóndi, Skeggsstöðum, lézt í I.andspítalan-
um 11. júlí sl. Hann var fæddur G. okt. 1891 að Geitagerði í Skaga-
firði, sonur hjónanna Þóru Jónsdóttur og Þorfinns Þorfinnssonar.
Þegar Sigurður var barn að aldri, missti hann föður sinn. Var liann
þá talsvert hjá móður sinni, en var svo lánsamur að vera einnig lang-
dvölum hjá Gísla Magnússyni í Hólakoti og konu hans. Veturinn
áður en Sigurður fermdist, var hann hjá Guðrúnu systur sinni, sem
þá átti heima í Kræklingahlíð í F.yjafirði. Þar var hann svo fermdur
í Lögmannshlíðarkirkju.
Nýfermdur fór Sigurður til Sigfúsar F.yjólfssonar á Botnastöðum.
Var hann svo m. a. tíma hjá Guðrúnu systur sinni á Brandsstöðum.
En Sigfús Eyjólfsson flutti að Blöndudalshólum. Þangað fór Sig-
urður til hans. Þar kvæntist hann ungri stúlku, Sigríði Bergsdóttur
6. okt. 1918. Þar fæddist þeim sonur. Fluttu þau síðan að Kirkju-
skarði í Laxárdal, þar sem þeim fæddist dóttir. 1920 fluttu þau að
Fjósum. 18. júní 1921 varð Sigríður bráðkvödd. Tók þá Guðrún á
Brandsstöðunr dótturina, en Sigurður fór með soninn að Skeggs-
stöðum til hjónanna Sigvalda Björnssonar og Hólmfríðar Bjarna-
dóttur. 19. marz 1926 lézt Hólmfríður og tók þá við búsforráðum
Kristín, dóttir Hólmfríðar og Sigvalda. 5. júní 1933 giftust þau
Kristín og Sigurður og tóku svo við Skeggsstaðabúinu. Bjuggu þau
þar alla tíð, 33 ár. Þau eignuðust einn son, Pétur, sem alltaf hefur
verið hjá foreldrum sínum.
Sigurður fékkst mikið við smíðar og víða. Vann hann sér alls stað-
ar vinsældir, bæði með verkunr sínum og umgengni. Hann var létt-
ur í tali og lundgóður. Bókhneigður var hann og las mikið. Söngur
var honum yndi, enda sjálfur með góða söngrödd. Hann var vel hag-
mæltur, þó að hann flíkaði því ekki. Hann var frábær heimilisfaðir,
vinsæll utan heimilis.
Um langt skeið var liann hreppsnefndarmaður, einnig lengi for-
maður Vegafélagsins í Bólstaðarhlíðarhreppi.
Hann var „þéttur á velli og þéttur í lund". Gekk af sömu festu
og alúð að hverju verki, hvort sem það kallaðist mikils- eða lítils-
vert. Barngóður var hann og eignaðist marga vini meðal þeirra.