Húnavaka - 01.05.1967, Page 175
HÚNAVAKA
173
Sigurður var „maður salts og súrdeigs“, bætandi og eflandi liið
góða og fagra.
Guðrún Helgn Þorfinnsdnttir frá Brandsstöðum, lézt á Héraðshæl-
inu á Blönduósi 12. ágúst sl. Hún var fædd 8. september 1881 að
Þröm á Langliolti í Skagafirði. Foreldrar hennar voru hjónin Þóra
Jónsdóttir og Þorfinnur Þorfinnsson, bæði skagfirzk (hún var al-
systir Sigurðar Þorfinnssonar). Faðir hennar brá búi, þegar hún var
16 ára. Hún vígðist snemma til verka. Hún vann víða, unz hún á
árinu 1912 flutti að Brandsstöðum og gerðist þar bústýra hjá Jósa-
fat Jónssyni. Það starf hafði hún um 30 ára skeið, enda alltaf kennd
við Brandsstaði síðan. Síðustu æviár sín var hún á Héraðshælinu á
Blönduósi, en hafði lögheimili sitt í Reykjavík. Hún ól upp tvær
stúlknr, Sóleyju Þorvaldsdóttur, sem hún missti á þrítugsaldri, og
bróðurdóttur sína, Osk Sigurðardóttur, sem búsett er í Reykjavík.
Báðar þessar fósturdætur tók Guðrún, þegar þær voru í vöggu.
Hún var trú yfir því, sem henni var falið. Traust var hún í störf-
um og trygg í lund. Bústjórn fór henni svo vel úr hendi, að til þess
var tekið. Setti hún stolt sitt í að gera garð sinn sem fegurstan og
til fyrirmyndar, og það var hann. Greind var hún, en nokkuð sér-
lunduð, og í orðræðum batt hún ekki alltaf bagga sína sömu hnút-
um og þeir, sem liúu átti orðástað við. En hún var vel virt.
Guðrún frá Brandsstöðum var kona krafts og reynslu.
Sr. Jón Kr. ísfeld.