Húnavaka - 01.05.1967, Page 176
Fréttir og fróhleikur
VEÐRÁTTAN 1966.
Árið lieilsaði með frosti og hrein-
viðri, en um þrettánda brá til
liægrar hláku, sem stóð í rúm-
lega vikutíma. Þá gekk í stillur
um skeið með miklu frosti, oft
um og yfir 20 stig í síðari liluta
janúar. Hinn 28. janúar gerði
norðaustan ofsaveður með mik-
illi fannkomu og stóð ofviðrið í
nær þrjá sólarhringa. Olli veður
þetta stórtjóni víða um land. Á
Skagaströnd urðu verulegir skað-
ar á mannvirkjum, en annars
staðar í héraðinu var ekki um
verulegt tjón að ræða.
Norðaustanátt var ríkjandi
fram í aprílmánuð, að undan-
skilinni stuttri hláku snemma í
marz. Á þessu tímabili var tíðar-
far stirt, snjókoma töluvert mik-
il, annað slagið snögg hríðará-
lilaup og oft frosthörkur. Nokk-
uð mikinn snjó setti niður á
þessu tímabili, einkum að aust-
anverðu í dölum, en víða var
snjólétt. Sauðfé var lítið beitt,
en hross gengu yfirleitt sjálfala.
Samgöngur voru erfiðleikum
bundnar og illt að halda aðal-
Ieiðum héraðsins opnum, þó
lokuðust þær aldrei til lengdar.
Jörð var mjög frosin og frost-
sprungur algengar. Víða þorn-
uðu vatnsból og fraus í vatns-
leiðslum, sem varð til hinna
mestu óþæginda.
Rétt fyrir páska brá til sunn-
anáttar og var síðan gott tíðar-
far út aprílmánuð. Tók þá að
mestu upp snjó og ísa leysti af
ám og vötnum. Með maíbyrjun
kólnaði og grerði allmikil nætur-
frost í fyrri hluta mánaðarins.
Seinni hluti maí var einnig kald-
ur, en rnikið úrkomusamari, án
þess þó að veruleg hret gerði.
Óvenjumikill klaki var í jörðu
langt fram á sumar og greri því
afar seint. Sauðburður var nær
alveg á húsi, ær yfirleitt á gjöf
til maíloka og tvílembur víða
lengur. Mjög óvíða varð algjör-
lega heylaust, en hvergi um veru-
legar fyrningar að ræða. Vorverk
öll drógust mjög á langinn og
lítið farið að sinna þeim fyrr en
nokkuð var liðið á júní. Kom