Húnavaka - 01.05.1967, Side 177
HÚNAVAKA
175
þar til annríki \ ið sauðburð og
tún líka víða svo blaut að lengi
frani eftir voru voryrkjur erfið-
leikum bundnar.
Tíðarfar var svipað í júní, þó
heldur minni úrfelli. Síðustu
dagar niánaðarins voru þó hlýir
og skiptust á sólskin og úrkomur
í nokkra daga um mánaðamótin
júní-júlí. Þá fyrst fór gróðri að
fara fram til nokkurra muna.
Sláttur hófst yfirleitt ekki fyrr
en um miðjan júlí. Síðari hluti
mánaðarins var kaldur og úr-
komusamur. Hey hraktist þó
ekki verulega vegna þess live
kalt var. Laugardaginn 23. júlí
gekk yfir mikið veður af norðri
með feikna úrkomu. Snjóaði
mikið í fjöll og olli veðrið stór-
tjóni á garðagróðri víða um land.
Með ágústbyrjun gekk í þurrka,
er stóðu nær óslitið til sláttar-
loka. Veðrátta var þó köld, oft
næturfrost, en sólfar á daginn.
Gekk heyskapur vel og var nýt-
ing heyja ágæt, einkum hjá þeim
er seint byrjuðu, en heyfengur
varð með allra minnsta móti að
vöxtum. Háarspretta varð sára-
lítil og víðast aðeins til beitar.
Heyskap var yfirleitt lokið um
nránaðamótin ágúst-september.
Tíðarfar var hagstætt unr göng-
ur og réttir, senr gengu vel og að
öllu leyti eftir áætlun. Var fyrri
hluti lraustsins úrkomulítill, en
stundunr töluverð næturfrost. —
Allnrikið hret gerði fyrst í októ-
ber, snjóaði nokkuð, en birti
síðan upp með frosti og var nrik-
ill kuldi unr þriggja daga skeið.
Konru kýr á fulla gjöf og var lít-
ið beitt til gagns eftir það, þó að
aftur lrlýnaði í nokkra daga. —
Sauðfjárslátrun lrófst 8. septem-
ber og stóð til 21. október. Þá
tók við stórgripaslátrun til 24.
nóvember. Var óvenju mikil
slátrun af öllu búfé.
Frá veturnóttunr og allt til
áramóta var erfitt tíðarfar og sér-
staklega umhleypingasamt. Allt
Iram í desember skiptist á snjó-
konra og lrlákublotar, svo að
segja í hverjum sólarhring og blés
vindur af öllunr áttunr á víxl. Þó
setti ekki niður snjó að ráði
fyrr en í jólaföstubyrjun að gerði
snöggt hríðarálrlaup nreð nrikilli
fannkomu. Eftir það gerði tvo
mjög skanrmvinna blota, sem
spilltu nrjög á jörð og skildi af-
leitlega við nreð stórlrríð, þann
8. desenrber. Síðan var stillt veð-
ur, en kalt í fáeina daga. Upp
úr miðjum desember gekk í lát-
laus hríðarveður franr um ára-
nrót. Snjóaði meira og nrinna í
lrverjum sólarhring og var kom-
inn geysinrikill snjór á áramót-
um. Nokkuð nrisjafnt var lrve
snemnra fé konr á hús. Víða var
það tekið í fyrri lrluta nóvember,
annars staðar ekki fyrr en undir
nránaðanrót nóvenrber-desember.