Húnavaka - 01.05.1967, Side 179
HÚNAVAKA
177
afli var sæmilegur á haustvertíð,
en gæftaleysi hamlaði mjög veið-
um. Unnið var að viðgerð á
skemmdum á hafnargarðinum,
var miklu grjóti, er sprengt var
úr Spákonufellshöfða steypt í
sjóinn utan við hafnargarðinn.
Þá voru steypt tvö steinker í
slippnum hjá gamla Barnaskól-
anum, verða þau geymd hér í
vetur, en skulu flytjast að Hauga-
nesi við Eyjafjörð, þar sem þau
skulu notuð við hafnargerð.
Verkstjóri við smíði keranna var
Guðmundur Lárusson trésmíða-
meistari.
Kosningar fóru fram 22. maí
í hreppsnefnd Höfðahrepps.
Kosnir voru af lista Sjálfstæðis-
manna, Adolf Jakob Berndsen,
bifreiðastj. og Sveinn Ingólfsson,
kennari, með 83 atkv., Jón Páls-
son, skólastj., af lista Framsókn-
armanna með 38 atkv., Björgvin
Brynjólfsson, sparisjóðsstj., af
lista Jafnaðarmanna með 55 at-
kv. og Kristinn Jóhannsson,
hafnarvörður, af lista Alþýðu-
bandalagsins nreð 55 atkv.
Oddviti var kosinn Sveinn
Ingólfsson. Sveitarstjóri var ráð-
inn Þorfinnur Bjarnason, sem
hefur verið oddviti sl. 12 ár.
Sýslunefndarmaður var kosinn
Ingvar Jónsson, hreppstjóri, af
lista Sjálfstæðismanna.
I skólanum eru nú alls 120
nemendur, þar af 70 í barnaskóla
og 50 í unglingaskóla, sem hef-
ur landsprófsdeild.
Páll Jónsson, skólastjóri, fékk
lausn frá embætti, eftir eigin ósk.
Hefur hann verið skólastjóri hér
síðan 1939 og hóf kennslu 1925
fyrst í Holtum, síðan í Vindhæl-
ishreppi.
Páll Jónsson hefur mikið tek-
ið þátt í félagslífinu í Höfða-
kaupstað og haft mikinn áhuga á
að vegur skólans væri sem mest-
ur, og aðstaðan væri sem bezt
við skólastarfið.
I.engst af starfaði hann við lé-
legan húsakost og þrengsli. En
nú um árabil í skóla með góðum
liúsakynnum og velbúnum. Um
skólastjórastarfið sóttu Jón Páls-
son, kennari, sem er settur skóla-
stjóri og Sveinn Ingólfsson, kenn-
ari. Þann 14. október var hald-
inn héraðsfundur Kennarafélags
Norðurlands vestra, og um leið
tvcggja daga kennaranámskeið,
sóttu það 26 kennarar. Þá voru
þar og mættir Valgarður Har-
aldsson, námstjóri, er flutti er-
indi um skólamál, og Sigurþór
Þorgilsson, kennari, úr Reykja-
vík, er var leiðbeinandi á mót-
inu og kynnti starfrænarkennslu-
aðferðir. Guðsþjónusta var í
Hólaneskirkju, sem allir þátttak-
endur sóttu. Sóknarpresturinn
predikaði. Páll Jónsson var kos-
inn heiðursfélagi kennarafélags-
ins.