Húnavaka - 01.05.1967, Side 181
HÚNAVAKA
179
hús. Munir björguðust af neðri
hæð. Húsið var reist af Árna
Guðmundssyni í Víkum 1917.
Nú eru búsett í Víkum hjónin
Karl Árnason og Margrét Jóns-
dóttir með börnum sínum.
Gullbrúðkaup áttu tvenn hjón
í Höfðakaupstað, er alla sína bú-
skapartíð hafa búið í Skaga- og
Höfðahreppi. Andrés Guðjóns-
son, kaupmaður, og Sigurborg
Hallbjarnardóttir 4. nóv. Jón
Sölvason bóndi og Þorbjörg
Halldórsdóttir 9. júlí, er lengst
af bjuggu í Réttarholti í Höfða-
kaupstað.
Skátafélagið Sigurfari fór á
landsmót skáta á Hreðavatni 25.
júlí til 1. ágúst. Voru þeir 22
saman undir leiðsögn Þórðar
Jónssonar félagsforingja. Flokk-
urinn hlaut 1. tjaldbúðarverð-
laun.
Ofviðri með stórhríð geisaði
dagana 28.—31. janúar. Mun
veðrið liafa verið einna harðast
í Höfðakaupstað. Urðu skemmd-
ir á fjölda húsa og Síldarverk-
smiðju ríkisins. Reykháfar fuku,
járnplötur tóku af húsum, þar á
meðal þak í heilu lagi, er talið
að um 1700 járnplötur hafi fok-
ið. Klaka mikinn hlóð á bátana
í höfninni og áttu sjómennirnir
fullt í fangi við að verja þá, og
berja af þeim ísinguna. Einn bát-
ur sökk, Stígandi, en náðist upp,
og hefur nú verið gerður upp.
Tjón af völdum veðursins er
varla undir 1 millj. kr. eftir nú-
verandi peningavirði.
Ljósmóðirin, Helena Ólafs-
dóttir, flutti austur á Norðfjörð
í sumar og héraðslæknirinn, Lár-
us Jónsson, fékk lausn frá störf-
um og flutti héðan alfarinn í
haust. Síðan hefur verið ljósmóð-
ur- og læknislaust í Höfðakaup-
stað.
Pétur Þ. Ingjaldsson.
U.M.F. BÓLSTAÐARHLÍÐARHREPPS
30 ÁRA.
Sunnudaginn 20. febrúar minnt-
ist Ungmennafélag Bólstaðarhlíð-
arhrepps þrjátíu ára starfsafmæl-
is síns að Húnaveri. Formaður
félagsins, Stefán Hafsteinsson,
setti hófið, en veizlustjóri var sr.
Jón Kr. ísfeld. Pétur Sigurðsson
rakti sögu félagsins, en Klemens
Guðmundsson skýrði frá störfum
Málfundafélagsins Vísis, er starf-
aði í Bólstaðarhlíðarhreppi á 3.
og 4. tug þessarar aldar. Jóhann
Guðmundsson flutti árnaðarósk-
ir Ungmennafélags Svínvetninga
og Pétur Sigurðsson fyrir hönd
U.S.A.H. Skýrði hann frá því, að
sambandið hefði ákveðið að færa
félaginu að gjöf bláhvíta fán-
ann á stöng. Auk þess barst fé-
laginu fjöldi skeyta.
í tilefni afmælisins voru þrír
fyrstu formenn félagsins, — þeir