Húnavaka - 01.05.1967, Side 182
180
HÚNAVAKA
Pétur Pétursson, Blönduósi, Pét-
ur H. Björnsson, Móbergi, og
Arni Gunnarsson, Þverárdal, —
kosnir heiðursfélagar þess. En
áður hafði Bjarni Jónasson í
Blöndudalshólum verið kosinn
heiðursfélagi. Þeim Ragnheiði
Guðmundsdóttur, Sigurjóni Ol-
afssyni og Pétri Guðmundssyni
voru veittir bikarar, sem viður-
kenning fyrir unnin íþróttaaf-
rek.
Að lokum var sýndur leikþátt-
ur og dansað. Frekar fámennt var
í afmælinu vegna þess að veður
var slæmt og gekk í stórhríð um
kvöldið sem hófið var haldið.
Ungmennafélag Bólstaðarhlíð-
arhrepps var stofnað í Bólstaðar-
lilíð 9. maí 1935. Félagið hefur
verið starfandi sambandsfélag
allt frá endurvakningu U.S.A.H.
Það hefur töluvert iðkað íþrótt-
ir, og haldið uppi funda- og
skemmtistarfi innan sveitar sinn-
ar — eftir föngum á hverjum
tíma.
Félagið tók þátt í byggingu
Húnavers og er eignaaðili að
j/6 liluta félagsheimilisins. Hafa
félagar þess unnið mikið að
rekstri luissins, og félagið annast
hluta hans, allt frá því að Húna-
ver var tekið í notkun.
Félagsmenn voru 48 í árslok
1965, og hefur félagatalan verið
svipuð um langt árabil.
P. S.
FRÉTTIR FRÁ U.S.A.H.
Starfsemi Ungmennasambands-
ins fer sívaxandi ár frá ári, og
er það vottur um vaxandi félags-
starf á vegum þessara samtaka.
Verkefni eru líka næg, raunar er
aðeins hægt að halda uppi afl-
miklu félagslífi, að næg verkefni
séu að fást við. Héraðsþingið var
að þessu sinni haldið sunnudag-
inn 8. maí að Hótel Blönduós.
Mættir voru fulltrúar frá flest-
um félagsdeildum, og auk þess
mætti Guðjón Ingimundarson,
formaður U.M.S.S., sem fulltrúi
Ungmennafélags Islands.
Þingið markaði stefnu sam-
bandsstjórnar og samdi fjárhags-
áætlun Ungmennasambandsins
fyrir árið 1966, en niðurstöðu-
tölur áætlunarinnar voru 173
þúsund krónur.
Ingvar Jónsson, hreppstjóri á
Skagaströnd, óskaði eftir að láta
af störfum í sambandsstjórn, og
tók því varamaður hans, Valur
Snorrason, Blönduósi, við. Ingv-
ar Jónsson er búinn að vera lengi
starfsmaður Ungmennasambands
Austur-Húnvetninga, bæði sem
stjórnarformaður, meðstjórnandi
og ekki sízt virkur starfsmaður
þess utan, t. d. eru fáar „Húna-
vökur“, sem Ingvar hefur ekki
verið starfsmaður við.
Ingvari voru þökkuð vel unn-
in störf í þágu Ungmennasam-
bandsins, og gerði héraðsþingið