Húnavaka - 01.05.1967, Qupperneq 183
HÚNAVAKA
181
hann að heiðursfélaga samtak-
anna.
Húnavakan var haldin dagana
11. til 17. apríl. Var „Vakan“
fjölsótt og fór liið bezta fram.
Ungmennasambandið gekkst fyr-
ir einni dagskrá á Húnavökunni,
„Húsbændavöku“, og varð þetta
bezt sótta dagskráin á allri Vök-
unni.
Íþróttalíf var nteð mesta móti
á árinu. Starfaði Jóhann Daníels-
son, íþróttakennari frá Akureyri,
hjá Sambandinu fyrri hluta júní.
Héraðsmótið fór fram að venju
17. júní, og nú í annað sinn háð
á Hvammseyrum í Langadal. —
Ungmennafél. Hvöt á Blöndu-
ósi vann mótið og farandbikar
Ungmennasambandsins, sem gef-
inn var af Kaupfélagi Húnvetn-
inga í tilefni af 50 ára afmæli
U.S.A.H., til eignar, þar sem
þetta var í þriðja sinn er félagið
sigraði í 17. júní-móti í röð. —
Unglingamót var háð í sumar og
var þátttaka í því allgóð. Einnig
fór fram knattspyrnukeppni, og
var hvort tveggja háð á vellin-
um hjá Hvammi. Héraðskeppni
milli „Sambandanna“ í Vestur-
og Austur-Húnavatnssýslu var að
þessu sinni háð að Reykjaskóla í
Hrútafirði; skildu liðin jöfn
að stigum eftir skemmtilega
keppni.
Ungmennasamband Austur-
Húnvetninga átti rétt á að senda
fjóra keppendur á unglinga-
meistaramót F.R.Í. í Reykjavík.
Voru það Pétur Hjálmarsson,
Guðmundur Guðmundsson, Ell-
ert og Jakob Guðmundssynir.
Stóðu þessir piltar sig ágætlega.
Margvísleg fleiri verkefni til-
Iieyra starfsemi U.S.A.H.. m. a.
skemmtanahald, til fjáröflunar.
bess má geta, að á árinu sem leið
greiddi Ungmennasambandið kr.
10 þúsund á byggingarreikning
Félagsheimilisins á Blönduósi.
K. K.
LÖGREGLAN.
Hjálmar Eyþórsson, lögreglu-
þjónn á Blönduósi, segir eftir-
larandi fréttir af starfi sínu, sem
löggæzlumaður í Húnaþingi.
Eg hefi starfað að löggæzlumál-
um hér í Húnavatnssýslu síðan
veturinn 1958, en þá var haldið
á Blönduósi lögreglunámskeið,
og tóku þátt í því 19 menn. —
Sumir hafa aldrei farið í búning
og í dag má segja, að aðeins 4
af 19 séu starfandi, og það aðeins
á danssamkomum.
Ég réðst hingað í lögsagnar-
umdæmið, sem fastur lögreglu-
þjónn 1. apríl 1964. Hef ég sótt
nokkurra vikna námskeið í Rvík
til viðbótar því, sem áður var
nefnt.
Segja má, að eftirlitssvæði mitt
sé nokkuð stórt: báðar Húna-
vatnssýslur, ásamt þremur þorp-