Húnavaka - 01.05.1967, Qupperneq 184
182
HÚNAVAKA
t
Hjálmar Eyþórsson við löggœzlu-
bifreiðina.
um, Blönduósi, Hvammstanga
og Skagaströnd. Þá um hefur
verið rætt, hefur sumum „koll-
egum“ mínum í henni Reykja-
vík fundizt þetta karlagrobb, en
þeir eru sumir vanastir því að
liafa einn götubleðil til umráða
og er þó oft full mikið einum,
eftir því sem fréttir herma síð-
ustu mánuði. Eg hefi haft eftir-
lit með útivist barna og ung-
menna, í nefndum þorpum, en
þar kreppir oft skórinn að, því
að sumar skipaðar barnaverndar-
nefndir hafa ekki gætt skyldu
sinnar, miðað við það, sem af
þeim er vænzt. Mega þau þorp
sjálfum sér um kenna, en þetta
er að taka stórbreytingum til
batnaðar. Fari ég slíka eftirlits-
ferð, t. d. til Skagastrandar, tek-
ur það 2 til 4 tíma, ef fylgzt er
með öllum árgön«um æskunnar,
sem vera ber. En sé farið til
Hvammstanga tekur sú ferð allt
að 6 tímurn, og er þá fylgzt með
umferð á vegum um leið.
Fyrstu mánuðina varð að hafa
leigubifreið við starfið, en haust-
ið 1964, eignaðist lögsagnarum-
dæmið eigin bifreið, sem einnig
er notuð sem sjúkrabifreið. Sti
bifreið er af Chevrolet-gerð, sería
10. Hefur hún reynzt rnjög vel
að mínu áliti. Með starfi mínu
hef ég annazt sjúkraflutninga —
eftir því sem við hefur verið
komið. Suma tíma árs er það
nijög erilsamt að gegna hvoru
tveggja starfinu, og ekkert öryggi
í því, ef betur er að gáð, enda fer
löoreglustarfið vaxandi. Vonandi
fer þetta að taka breytingum —
með vaktaskiptingu.
Um lögreglustarfið er það að
segja, að hér fyrir framan mig
eru skráðar helztu skýrslur úr
starfinu 1966, er skiptast þannig:
Opinberir dansleikir í umdæm-
inu 79. Þar af 50 í Austursýsl-
unni og 29 í Vestursýslunni. —
Helztu samkomustaðir: Blöndu-
ós, með 25 dansleiki, Húnaver,
22, Ásbyrgi 13, og Víðihlíð 10.
Samkomustaðir eru 10 alls, og
skiptast 9 dansleikir á hins 6. —