Húnavaka - 01.05.1967, Side 185
HÚNAVAKA
183
Skráðar árekstrarskýrslur og önn-
ur svipuð tilfelli eru 66. Þá eru
ýmsar skýrslur um óskyld mál
91. — Samtals 236 skýrsluatriði
skráð á árinu 1966.
Aðbúnaði og aðstöðu löggæzl-
unnar er mjög ábótavant. Oft
hefur mér gengið erfiðlega að fá
löggæzlumenn til starfa á dans-
leikjum, þótt 15 menn séu skráð-
ir til starfs í umdæminu. Hefi ég
orðið að leita aðstoðar úr öðrum
sýslum.
Ég hefi komizt vel af við Hún-
vetninga í starfi mínu og hefi
ekki orðið þess var, sem sums
staðar sést skráð, að Húnvetn-
ingar séu stórbokkar og misindis-
menn. Auðvitað hefi ég oft orð-
ið þess var, að ég þyrfti að vera
víðar en á einum stað í einu, ef
skapa ætti fullkomið aðhald.
PRÉTTIR FRÁ BLÖNDUÓSHREPPI.
Framkvæmdir voru allmiklar á
árinu hjá Blönduóshreppi, þótt
ekki væru reist ný mannvirki.
Unnið var við íþróttavöllinn,
sem ungmennafélagið hér er að
koma upp. Völlurinn er langt
kominn og verður væntanlega
kominn í það horf n. k. vor, að
hægt verður að taka hann í notk-
un að einhverju leyti. Hreppur-
inn veitti Ungmennafélaginu kr.
215 þús., sem óafturkræft fram-
lag til þessarar framkvæmdar, og
áætlað er að veita kr. 100 þús. í
ár til þess sama.
Undirbúningur var hafinn að
stækkun Barnaskólans á Blöndu-
ósi. Skólasvæðið allt skipulagt og
teikningar fengnar af væntan-
legri stækkun skólans. Arkitekt
er Ormar Þór Guðmundsson. —
Fyrirhugað er að byrja á fram-
kvæmdum í sumar, en að líkum
verður það ekki liægt, vegna þess
að fjárveiting frá ríki fékkst ekki.
Hafinn er undirbúningur að
lengingu Blönduósbryggju. Fyr-
irhuguð er stækkun um tvö ker.
Fjárfranrlög til þessara mála voru
s.l. ár 100 þús. kr. frá Blönduós-
hreppi, 50 þús. kr. frá Sýslusjóði
og 50 þús. kr. frá Samvinnufélög-
unum á Blönduósi. Nauðsynleg
leyfi eru ekki fengin fyrir þess-
ari framkvænrd.
Steypustöð hreppsins var rek-
in á svipaðan hátt á árinu og áð-
ur. Steypt voru rör og gangstétt-
arhellur. Brúttó-umsetning var
um ca. 360 þús. kr.
Framlag Blönduóshrepps til
Félagsheimilisins á Blönduósi á
árinu var kr. 250 þús. Til upp-
græðslu var varið tæpum 200 þús.
Til holræsa, viðhalds og nýbygg-
inu vega var varið 230 þús. og
til bókasafnsbyggingar 200 þús.
kr. svo að nokkuð sé nefnt.
Flutt var í 4 íbúðarhús á ár-
inu og hafin bygging á 5 nýjum,
auk þeirra, sem verið hafa í