Húnavaka - 01.05.1967, Síða 186
184
HÚNAVAKA
smíðura áður og ekki er lokið
við.
Atvinna var yfirleitt sæmileg
í þorpinu. Þó fóru nokkrir til
atvinnuleitar í aðrar áttir s.l.
vetur. En yfir vor, sumar, haust
og fram að hátíðum, má segja að
allir hafi liaft nóg að gera hér
heima, og suma tíma er ekki
hægt að fullnægja eftirspurn.
íbúar Blöndnóshrepps voru
taldir 1. des. s.l. 657, samkvæmt
þjóðskrá og hafði því fækkað um
2 á s.l. ári.
FRÁ SAMVINNUFÉLÖGUNUM
Á BLÖNDUÓSI.
Sauðfjárslátrun hófst 8. sept. og
stóð til 21. okt. Slátrað var
44.351 kind eða 6446 kindnm
fleira en haustið 1965. Meðal-
fallþungi reyndist 13,72 kg.
Flest fé lögðn inn: Guðmund-
ur Jónasson, bóndi, Asi, 1069
kindur, meðalþ. dilka lians var
13,55 kg. og Gísli Pálsson, bóndi
á Hofi, 925 kindur, meðalþyngd
dilka hans var 14,18 kg.
Að lokinni sauðfjárslátrun var
slátrað um 500 nautgripum og
síðan 1300 lnossum, sem er til
rnuna meira en undanfarin haust
og stóð sú slátrun fram undir
nóvemberlok. Megnið af naut-
gripunum voru kýr og var mikið
af kýrkjötinu flutt á Englands-
nrarkað.
Að slátrun og við önnur störf
tengd lienni unnu rösklega 100
manns.
Innlögð mjólk á árinu 1966
var 3,554 tonn með 3,72% með-
alfitu. Mjólkurmagn minnkaði
um 3,7% frá árinu áður.
Þessir 5 bændur lögðu inn yf-
ir 60 þús. kg. af mjólk:
Torfi Jónsson, bóndi, Torfa-
læk, 69.566 kg. rneð 3,76% fitu.
Kristófer Kristjánsson, bóndi,
Köldukinn, 68.095 kg. með
3,68% fitu.
Jónas Halldórsson, bóndi,
Leysingjastöðum, 64.253 kg. með
3,77% fitu.
Ingvar Þorleifsson, bóndi, Sól-
heimum, 63.590 kg. með 3,76%
fitu.
Sigurður Magnússon, bóndi,
Hnjúki, 60.831 kg. með 3,62%
fitu.
Vörusala K. H. nam röskum
52 millj. eða var 11% meiri en
árið áður. Seld voru um 2000
tonn af áburði og svipað magn
af fóðurbæti og árið 1965.
FRÁ „VÖKUMÖNNUM".
Karlakórinn starfaði allmikið
síðastliðið ár. Æfingar voru yfir-
leitt tvisvar í viku, í félagslieim-
ilinu á Blönduósi, við hinar
beztu aðstæður. Kórinn æfði bæði
söng og sjónleik, söngstjóri var
Kristófer Kristjánsson en leik-
stjóri Jón Kristinsson.