Húnavaka - 01.05.1967, Side 187
HÚNAVAKA
185
Sjónleikurinn, sem kórinn
sýndi á sínum vegum, var gam-
anleikurinn „Seðlaskipti og Ást-
ir“ eftir Loft Guðmundsson.
Karlakórinn sá um tvær dag-
skrár á Húnavöku, og fékk
ágæta aðsókn.
í byrjun júní heimsótti Karla-
kórinn Dalvík, hélt söngskemmt
un og sýndi sjónleikinn. Þetta
reyndist ágætur túr, og undir-
tektir Dalvíkinga með ágætum.
í vetur æfir kórinn kappsam-
lega. Fyrirhuguð var söng-
skemmtun í Víðihlíð þriðja jóla
dag. Sökum ófærðar og illveðurs
gat ekki orðið af þeirri ferð.
28. jan. s.l. hélt kórinn sína
árlegu árshátíð, um 140 gestir
sóttu þessa skemmtun, sem fór
hið prýðilegasta fram.
Meðal gesta var frú Ingibjörg
Sigfúsdóttir á Refsteinsstöðum,
sendi hún kórfélögum eftirfar-
andi vísu í lok hófsins:
Gæfu-rök sem listir ljá,
létta tök á önnum.
Auðna stök sér uni hjá,
ykkur „Vökumönnum".
Karlakórinn hyggst taka þátt í
Húnavöku í ár. Vera þar bæði
með kórsöng og sjónleikinn
„Óboðinn gestur", eftir Svein
Halldórsson.
K. K.
FÉLAGSLÍF í BÓLSTAÐARHLÍÐAR-
HREPPI.
Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps
hafði að venju söngæfingar yfir
vetrarmánuðina. Að þessu sinni
hafði kórinn samstarf við Karla-
kórinn „Heimi“ í Skagafirði um
sameiginlega söngskrá, bæði á
Húnavöku og Sæluviku Skagfirð-
inga. Sungu kórarnir fyrst sinn í
livoru lagi, en síðan þrjú lög
sameiginlega.
Á vegum karlakórsins var æft
og sýnt leikritið „Kjarnorka og
kvenhylli“ eftir Agnar Þórðar-
son. Leiðbeinandi var Guðjón
Sigurðsson, Sauðárkróki. Leikrit-
ið var sýnt tvisvar á Húnavöku,
einnig í Húnaveri og einu sinni
á Sauðárkróki. Hið árlega kaffi-
kvöld sitt hélt kórinn í Húnaveri
sunnudaginn fyrstan í sumri.
Ungmennafélagið hélt nokkur
spilakvöld, þorrablót og auk þess
sinn árlega sumarfagnað. íþrótta-
starfsemi þess var með líku sniði
og undanfarin ár. — I júlí-
byrjun fór félagið í tveggja daga
skemmtiferð til Vesturlands.
Kvenfélagið hafði að venju
jólatrésskemmtun og fór í eins
dags skemmtiferð norður í Fljót
og til Ólafsfjarðar í sláttarlok.
Hestamannafélagið „Óðinn“
tók þátt í Landsmóti hestamanna
á Hólum í Hjaltadal um miðjan
júlímánuð. Voru sum sýningar-
hross þess ofarlega í keppninni.