Húnavaka - 01.05.1967, Side 189
HÚNAVAKA
187
á Blönduósi hafa verið stofnuð
árið 1935.
Þá mun aðalhvatamaður hafa
verið Ari Jóhannesson, sem starf-
aði þá við lyfjaverzlun á Blöndu-
ósi.
Frá þeim tíma og til ársins
1952 liggja engin gögn frammi
um starfsemi deildarinnar. En
vitað er, að nokkrir áhugamenn
um þessi mál héldu við ýmsum
björgunartækjum á Blönduós-
bryggju og í nágrenni við ós
Blöndu.
Arið 1952, 16. marz, er svo
boðað til fundar í slysavarna-
deildinni Blöndu, og er það eina
fundargerðin, sem til er. Fund
þennan setti Björn Bergmann,
kennari á Blönduósi, og kvaddi
til fundarstjóra Hermann Þórar-
insson, en var sjálfur ritari.
Síðan má segja, að deildin hafi
verið vakandi aðeins á öðru aus-
anu fram til ársins 1966. Það ár,
26. apríl, var svo boðað til fram-
haldsstofnfundar í deildinni os
o
kosin stjórn fyrir deildina, sem
er skipuð þannig: Formaður
Hjálmar Eyþórsson, ritari Ásgeir
Jónsson, og gjaldkeri Kristín
Finnsdóttir. Þá voru haldnir 2
fundir í sömu vikunni og stofn-
sett landbjörgunarsveit, sem skip-
uð er 15 mönnum. Formaður
þeirrar sveitar er Guðni Vigfús-
son, og er hann 16. maður sveit-
arinnar. Þá skipuðu skátar með
sér 10 manna sveit og er formað-
ur hennar Ragnar Tómasson.
Skátarnir starfa sjálfstætt, en eru
þó innan slysavarnadeildarinnar
Blöndu. Ef um stærri leitir er að
ræða, ganga þeir undir merki
landbjörgunarsveitarinnar.
Til merkis um áhuga fólks al-
mennt fyrir þessum málum, töld-
ust félagar slysavarnadeildarinn-
ar Blöndu 132 að einni viku lið-
inni frá því að hún var endur-
reist.
Ýmislegt hefur verið unnið til
eflingar öryggis á svæði deildar-
innar. Slysavarnafélag íslands
hefur sent deildinni búninga á
björgunarsveitarmenn og ýmsan
tæknilegan útbúnað, ásamt stað-
settum björgunartækjum, og bát
við Blönduósa. Getur hver mað-
ur gert sér það ljóst, að slík
björgunarsveit verður að vera vel
útbúin til að gegna kalli í hvaða
veðrum sem er, þar sem leitar-
svæði sveitarinnar kæmi til með
að vera: að sýslutakmörkum
Skagafjarðarsýslu að norðan og
suður úr, hálendið allt að jökl-
um, vestur á Arnarvatnsheiði, á
móti Borgfirðingum, þaðan að
sýslumörkum Vestur-Húnavatns-
sýslu, í Hrútafjörð og meðfram
sjó til baka, að mörkum Skaga-
fjarðarsýslu.
Færi nú vel, að Húnvetningar
íliuguðu þetta mál og gerðu sér
Ijóst, hversu mikið öryggi það er