Húnavaka - 01.05.1967, Síða 190
188
HÚNAVAKA
fyrir alla sýslubúa, að slík sveit
skuli vera til. Það er áhugamál
okkar allra, sem að þessum mál-
um vinna, að nefnd björgunar-
sveit verði sem bezt úr garði gerð.
Við vonumst því til, að sýslung-
ar okkar styðji okkur fjárhags-
lega, ef við förum þess á leit við
þá.
Slysavarnadeildin Blanda tek-
ur á móti ábendingum um bætt
öryggi á sínu svæði. Stjórn deild-
arinnar tekur hverju sinni á
móti slíkum ábendingum ogræð-
ir um úrbætur.
Til gamans og fróðleiks skal
bent á, að í sumar sem leið mætt-
ust 5 landbjörgunarsveitir á heið-
um uppi. Var farið úr byggð 12.
ágúst og mættust sveitirnar við
Seyðisá, í grennd við gamla rétt-
arstæðið. Næstu tvo daga voru
sveitirnar að æfingum. Þessar
sveitir mættu til leiks: Land-
bj örgunarsvei t H únava tnssýsl u,
Skagafjarðarsýslu, Hafnarfjarðar,
Akraness, og Björgunarsveitin
Ingólfur úr Reykjavík. Þrívegis
hefur verið leitað til slysavarna-
deildarinnar Blöndu um aðstoð,
ef á þyrfti að halda, en ekki þurft
með. Þó eru ekki nema 9 mán-
uðir síðan deildin var stofnuð.
Og að lokum má skýra frá því,
að deildin, ásamt héraðslæknin-
um á Blönduósi, Sigursteini Guð-
mundssyni, hafði forustn í því
máli, að keyptur yrði til Blöndu-
ós snjóbíll, sem væntanlegur er
til landsins um mánaðamótin
febrúar og marz n. k.
H. E.
FRÁ SVSLUFUNDI AUSTUR- HÚNA-
VATNSSÝSLU.
Sýslufundur var haldinn 28. apríl
til 4. maí. — Samkvæmt áætlun
sýslusjóðs fyrir árið 1966 eru
áætlaðar tekjur 2 milljónir og
238 þúsund krónur, þar af er
niðurjafnað sýslusjóðsgjald tæp-
ar 2 milljónir. Helztu útgjalda-
liðir sýslusjóðs eru: Til mennta-
mála 1 milljón 63 þúsund krón-
ur, þar af eru 550 þúsund til
Húsmæðraskólans á Blönduósi,
en þar standa yfir byggingafram-
kvæmdir og er verið að byggja
kennarabústaði. Til heilbrigðis-
mála 446 þúsund krónur, til at-
vinnumála 140 þúsund krónur
og til Félagsheimilis á Blönduósi
200 þúsund krónur, sem er frani-
lag upp í byggingarkostnað.
Samkvæmt sýsluvegasjóðsáætl-
un eru tekjur sýsluvegasjóðs
áætlaðar 732 þúsund krónur, þar
af eru veittar til nýbygginga
sýsluvega 355 þúsund og til við-
halds 260 þúsund krónur.
S. /.
FRÉTTIR FRÁ TRÉSMIÐJUNNI
FRÓÐA H.F., BLÖNDUÓSI.
Starfsemi Trésmiðjunnar Fróða