Húnavaka - 01.05.1967, Page 191
HÚNAVAKA
189
h.f. var á árinu 1966 með svip-
uðu sniði og undanfarin ár.
Unnið var að byggingum og
öðrum framkvæmdum á verk-
stæði og utan. Má þar nefna bygg-
ingu Reykjaskóla við Reykja-
braut, sem sanrið var um bygg-
ingu á, eftir að tilboða hafði ver-
ið leitað og hagstæðasta tilboðið
komið frá Trésm. Fróða h.f.
Af öðru má nefna frágang á
efri hæð verzlunarhúss Kaupfé-
lags Húnvetninga, vöruskemmu,
einnig fyrir K.H., háspennuvirki
fyrir Rafmagnsveitur ríkisins, og
ýmis önnur smærri verkefni.
Starfslið fyrirtækisins voru 10
smiðir og 12—18 verkamenn.
Til gamans má geta þess að
fyrir kom að starfandi voru í
einu rnilli 30 og 40 manns hjá
fyrirtækinu.
Nú á þessu ári er fyrirhugað
að reisa nýtt verkstæðishús og er
þegar búið að gera frumdrög að
teikningu. Stærð hússins, sem
verður þrjár hæðir, er ca. 1000
fermetrar, eða sem næst 6460
rúmmetrar.
FRÁ ÚTIBÚI BÚNAÐARBANKA
ÍSLANDS Á BLÖNDUÓSI.
Heildarinnlán útibúsins í árslok
1966 voru kr. 41,7 millj. með
veltufjárreikningum. Greiddir
vextir af innstæðufé voru krónur
4,035 millj. Heildarútlán með
afurðalánum voru kr. 60,106
millj. í varasjóð voru lagðar kr.
349 þús., en þátttaka aðalbanka
í kostnaði var 285 þús. Varasjóð-
ur er nú kr. 999 þús. Hefur að-
albankinn tekið á sig að full-
nægja innlánsbindingu við Seðla-
banka Islands fyrir hönd útibús-
ins.
15. júlí 1966 flutti útibúið í
nýtt húsnæði að Húnabraut 5,
Blönduósi, og hefur það orðið
starfseminni til mikilla bóta.
FRÁ SPARISJÓÐI SKAGASTRANDAR.
Innstæður í sparisjóðnum námu
í ársbyrjun 1966 4 milljónum og
453 þúsund krónum, en voru 5
milljónir og 438 þúsund krónur
í árslok 1966. Innstæðuaukning-
in varð því 985 þúsund krónur á
s.l. ári, eða um 22,1%.
Vextir af innstæðufé voru 318
þúsund krónur á s.l. ári.
Keyptir víxlar á árinu 1966
námu 4 milljónum 796 þúsund
krónum.
Oinnleystir víxlar í árslok
voru 2 milljónir 830 þúsund
krónur.
Reksturshagnaður árið 1966
var rúmlega 74 þúsund krónur.
FRÁ SÝSLUSKRIFSTOFUNNI
Á BLÖNDUÓSI.
Útborgaður ellilífeyrir fyrir árið
1966 var 8 milljónir 165 þúsund
krónur. Örorkulífeyrir var ein
milljón 629 þúsund krónur. —