Húnavaka - 01.05.1967, Síða 192
190
HÚNAVAKA
Greiddar voru 2 milljónir og
778 þúsund í fjölskyldubætur og
fæðingarstyrkir námu 305 þús.
kr. Örorkustyrkir voru 350 þús.
og mæðralaun 323 þús. krónur.
Barnalífeyrir með börnum ekkna,
öryrkja og ellilífeyrisþega nam
609 þúsund krónum. Þinggjöld
einstaklinga árið 1966 voru 5
milljónir og 921 þúsund krónur
og þinggjöld fyrirtækja, sveitar-
sjóða og sjúkrasamlags 953 þús-
und.
NÝ HLJÓMSVEIT.
A s.l. hausti stofnuðu sex ungir
piltar á Blönduósi hljómsveit, er
hlaut nafnið ,,Sveitó“. Hljóm-
sveit þessi hefur gert mikla lukku
hér í Húnaþingi að undanförnu,
enda eru piltarnir búnir að ná
prýðilegum árangii. Myndin, er
hér fylgir, er af hljómsveit þess-
ari og eru þeir (talið frá vinstri):
Sigurgeir Sverrisson, leikur á raf-
magnsorgel og harmóniku, Bald-
ur Valgeirsson, söngvari, Gunnar
Sigurðsson, trommur, Skarphéð-
inn F.inarsson, sólógítar, Þorlák-
ur Þorvaldsson, rythmagítar, og
Jón Karl Einarsson, bassagítar. —
Hljómsveitarstjóri er Gunnar
Sigurðsson.
Hljómsveitin „Sveitó“ leikur
fyrir dansinum á Húnavökunni
FRÁ LJÓSVAKANUM H F.
Ljósvakinn h.f. vann að raflögn-
um í 5 nýjum húsum á Blöndu-
ósi, auk 14 sveitabýla. Þar af
vöru settar upp 8 dieselstöðvar í
Svínavatnshreppi, á eftirtöldum
bæjum: Sólheimum, Mosfelli,
Geithömrum, Snæringsstöðum,