Húnavaka - 01.05.1967, Blaðsíða 194
192
HÚNAVAKA
í Ashreppi voru kjörnir óhlutbund-
inni kosningu: Grímur Gíslason, odd-
viti, Saurbæ, Eggert Lárusson, Gríms-
tungu, Gísli Pálsson, Hofi, Hallgrím-
ur Guðjónsson, Hvammi, og Konráð
Eggertsson, Haukagili. — í sýslunefnd
var kjörinn Guðmundur Jónasson, Asi,
og til vara Ingvar Steingrímsson, Eyj-
ólfsstöðum. — Hreppstjóri í Ashreppi
er Konráð Eggertsson, Haukagili.
I Sveinsstaðnhreppi var hlutbundin
kosning og komu fram tveir listar. —
Kjörnir voru af öðrum listanum: Bald-
ur Magnússon, oddviti, Hólabaki, Leif-
ur Sveinbjörnsson, Hnausum, og Þórir
Magnússon, Brekku. Af hinum: Bjarni
Jónsson, Haga, og Hallgrímur Eðvalds-
son, Helgavatni. — í sýslunefnd varð
sjálfkjörinn Jón S. Pálmason, Þingeyr-
um, og til vara Ólafur Magnússon,
Sveinsstöðum.
í Blönduóshreppi var kosið 22. maí.
Fram komu tveir listar: Listi Fram-
sóknarmanna og Alþýðubandalagsins
hlaut 156 atkvæði og 3 kjörna. Voru
það: Ólafur Sverrisson, oddviti, Þór-
halla Davíðsdóttir, og Jónas Tryggva-
son. Listi Sjálfstæðismanna og Alþýðu-
flokksins hlaut 155 atkvæði og þessa 2
menn kjörna: Einar Þorláksson, og
Einar Evenssen. — Tveir listar komu
fram til sýslunefndar frá sömu aðilum.
Kjörinn var af lista Sjálfstæðismanna
og Alþýðuflokksins Sigursteinn Guð-
mundsson, héraðslæknir, og til vara
Guðmann Hjálmarsson. — Hreppstjóri
í Blönduóshreppi er Sverrir Kristófers-
son.
Leiðréttingar við Húnavöku, sjötta ár. 1966
Minningar Gisla Einarssonar. Bls. 62,
í 2. línu af ofan stendur: sjómannafor-
manna.Á að vera: sjómanna. Bls. 66, í 3.-4.
línu að ofan stendur: Er þeir komu út í
Ker. A að vera: Er þeir komu út i Nes. Bls.
66, í 13. línu að ofan stendur: Markavík.
Á að vera: Markvik.
Örnefni á Spákottufellshöfða. Bls. 84, í
3. línu að ofan stendur: Á síðustu. Á að
vera: A syðstu hæðinni. Bls. 84, í 24. línu
að ofan stendur: upp af Suðskeri (Soð-
skeri). Á að vera upp af Sauðskeri. Bls. 97,
fyrir neðan mynd, stendur: Jónas B. Jóns-
son. Á að vera: Jónas B. Bjarnason. Bls.
86, birtist smáletursklausa, sem byrjar svo:
Sigvaldi Þorkelsson bóndi að Hrafnabjörg-
um í Svínavatnshreppi o. s. frv.
Hér er farið alrangt með nafn manns-
ins, sem smáletursgrein þessi á við. Rit-
stjóri Húnavökunnar biður hér með af-
sökunar á þeim mistökum, að þessi saga
skuli hafa birzt eins og hún barzt honum
í hendur, án þess að hafa kynnt sér sann-
leiksgildi þessarar munnmælasögu. Stað-
reyndin er sú að þessi saga er alls ekki
um hinn látna merkisbónda Sigvalda á
Hrafnabjörgum.