Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.05.2015, Page 30
Matur
og drykkir
Borð fyrir einn, takk
*Hollenski veitingastaðurinn Eenmaal er sáfyrsti sem byggist á því að allir sitji einir tilborðs. Veitingastaðurinn starfar ekki allt áriðheldur er „pop up“-staður. Flestir þekkja aðþað geti verið óþægilegt að mæta einn á veit-ingastað en á Eenmaal er gert út á þetta ogskapað umhverfi þar sem hægt er að njóta
matar einn á ánægjulegan hátt. Hönnuðurinn
Van Goor stendur á bak við verkefnið.
A
potek Restaurant hefur stimplað
sig hratt og vel inn í veitinga-
húsaflóruna í miðbænum frá því
að veitingastaðurinn var opnaður í
desember á síðasta ári. Staðurinn hefur unn-
ið sér inn orðspor fyrir vel gerða og góða
kokkteila og blómstrar barinn á „happy ho-
ur“ þar sem hristarinn er við völd.
Orri Páll Vilhjálmsson,
eigandi veitingastaðarins,
sem staðsettur er á horni
Austurstrætis og Póst-
hússtrætis, segist hafa
markvisst unnið að því að
færa kokkteilamenninguna
upp á „annað level“. Hann
segir að að mörgu leyti
þurfi að líta á barinn á
sama hátt og eldhús. „Það er mikið sem þarf
að undirbúa. Við erum með vín sem er tón-
að,“ nefnir hann sem dæmi, en dilltónað gin
er einmitt notað í annan kokkteilinn hér fyr-
ir neðan. Annað sem þarf að undirbúa fyrir
annasamt kokkteilakvöld er til dæmis alls-
konar síróp. Til að gæta jafnvægis og fá
eitthvað fyrir alla er hinn kokkteillinn sem
veitingastaðurinn gaf uppskrift að áfengis-
laus.
„Kokkteilamenningin er búin að þróast
svo mikið síðustu ár að kúnninn er byrjaður
að þora að prófa eitthvað annað en mojito,
sex on the beach og pina colada,“ segir hann
og þarf því kokkteilaseðillinn að endurspegla
það. „Þetta er að þróast í rétta átt.“
Hverjir hafa verið vinsælustu drykkirnir
hjá ykkur? Hvaða straumar og stefnur eru í
gangi?
„Það er allur gangur á því í raun og veru
höfundur dillagins og fyrir stuttu vann hann
síðan brennivínskokkteilakeppni. „Það er
drykkur sem kemur bráðum á lista hjá okk-
ur,“ segir hann en hann inniheldur meðal
annars gulrótarsíróp.
Af öðrum nýjungum á næstunni segir Orri
að sumarkokkteilaseðill sé væntanlegur, sem
fái innblástur frá fáanlegu fersku hráefni
árstíðarinnar.
andi virka fyrir alla, drykkir sem eru full-
komlega í jafnvægi. Róandi eru síðan de-
sertakokkteilar,“ útskýrir Orri en
áfengislausir kokkteilar eru í lyfleysu-
flokknum.
Hluta af velgengni staðarins sem
kokkteilastaðar má áreiðanlega rekja til þess
að á barnum starfar barþjónninn Kári Sig-
urðsson, sem er margverðlaunaður. Hann er
en dillagin hefur verið langvinsælastur.
Þetta er kokkteill sem vann Íslandsmót bar-
þjóna 2015,“ segir Orri og bætir við að stað-
urinn reyni að vera með kokkteila sem henti
öllum. Í þeim tilgangi er kokkteilaseðillinn
fjórskiptur í flokkana örvandi, róandi,
verkjastillandi og lyfleysu. „Verkjastillandi
kokkteilarnir eru fyrir lengra komna, með
kannski meiri beiskju eða áfengismeiri. Örv-
Verðlaunabarþjónninn Kári Sigurðsson að störfum við barinn að blanda eitt stykki dillagin.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
APOTEK RESTAURANT LEGGUR MIKIÐ UPP ÚR KOKKTEILUM
Dilltónað gin og gulrótarsíróp
KOKKTEILASEÐILLINN Á APOTEK
RESTAURANT ER FLOKKAÐUR
Í ÖRVANDI, RÓANDI, VERKJA-
STILLANDI OG LYFLEYSU.
Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is
Orri Páll
Vilhjálmsson
10 bláber
6 cl ferskur appelsínusafi
6 cl trönuberjasafi
3 cl sykursíróp
3 cl lime-safi
Allt sett í blandara með klaka,
blandað saman og skreytt með
granatepli, appelsínu og myntu.
Smootsy muchy
4,5 cl dilltónað Beefeater-gin
1,5 cl mangólíkjör
3 cl lime-safi
3 cl sykursíróp
Dill er sett í blandara með gini og
blandað saman. Síðan er allt hrist
saman í hristara með klaka og
sigtað í kælt glas.
Dillagin