Fréttablaðið - 21.01.2015, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 21.01.2015, Blaðsíða 2
21. janúar 2015 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 2 SPURNING DAGSINS Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000 www.heimsferdir.is B irt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r. H ei m sf er ði r á sk ilj a sé r r ét t t il le ið ré tt in ga á s lík u. A th . a ð ve rð g et ur b re ys t á n fy rir va ra . Frá kr. 88.900 m/hálfu fæði 39.950 Flugsæti frá kr. Skíði 31. janúar í 7 nætur Netverð á mann frá kr. 88.900 á Zum Weissenstein m.v. 2 fullorðnir og 2 börn í herbergi. Netverð á mann frá kr. 109.900 á Zum Weissenstein m.v. 2 fullorðnir í herbergi. JAPAN, AP Forsætisráðherra Japans segist staðráðinn í að frelsa jap- önsku gíslana tvo sem vígasveit- ir Íslamska ríkisins hafa hótað að drepa, fái þeir ekki jafnvirði rúm- lega 26 milljarða króna í lausnar- gjald. „Líf þeirra er í algjörum forgangi,“ sagði Shinzo Abe forsæt- isráðherra, sem undanfarna daga hefur verið á ferð í Mið-Austur- löndum. Áður höfðu japönsk stjórn- völd neitað að greiða lausnargjaldið, en í gær vildi hvorki Abe né aðrir forystumenn japanskra stjórnmála segja hvort nú komi til greina að verða við kröfu hryðjuverkamann- anna. Gíslarnir tveir heita Kenji Goto og Haruna Yukawa. Goto er óháð- ur fréttamaður sem hélt til Sýr- lands á síðasta ári til að segja frétt- ir frá átökunum þar. Yukowa er hins vegar mikill áhugamaður um vopn og stríðsátök, og sagður reka „hern- aðarfyrirtæki“. Hann hefur undan- farið verið í Írak og Sýrlandi, að því er virðist til þess að komast í sam- band við hryðjuverkamennina. - gb Íslamska ríkið hótar að drepa japanska gísla verði lausnargjald ekki greitt: Abe heitir því að frelsa gíslana FRÉTTIR FRÁ SÝRLANDI Íbúar í Tókýó fylgjast með fréttum af gíslatökunni á stórum útiskjá. NORDICPHOTOS/AFP Hermann, er ástandið bara tóm della? „Já, kúa-della“ Hermann Aðalsteinsson, bóndi í Þingeyjar- sýslu, telur ástand dýralæknamála í sýslunni ólíðandi. Enginn dýralæknir er á vakt með þjónustusamning við Matvælastofnun. LÖGREGLUMÁL Mikil hræðsla er meðal unglinga í Hagaskóla vegna þess að hópur unglinga, sem ýmist eru í skólanum eða ekki, hafa hótað og ógnað nemendum skólans. Ástandið hefur varað um nokkurra mánaða skeið og hafa ítrekaðar hót- anir og ógnanir átt sér stað bæði á skólatíma og utan skóla. Skólayfirvöld í samstarfi við lögreglu og félagsmálayfirvöld hafa reynt að vinna að því að koma málum í lag. Í gær kom for- eldri barns, sem hafði orðið fyrir ónæði frá meðlimi hópsins, í skól- ann á skólatíma til þess að ræða við meintan geranda. Til einhverra ryskinga kom á milli þeirra en ekki er vitað hversu alvarlegar þær voru. Lögreglumenn voru staddir í skólanum á sama tíma þar sem þeir voru að funda með skólayfir- völdum til þess að reyna að finna lausnir á þeim vanda sem skapast hefur vegna hópsins. „Það hafa borist tilkynningar til lögreglu um ógnanir meðal annars milli barna og ungmenna í Vestur- bænum, það er verið að vinna í því máli af hálfu lögreglu, félagsmála- yfirvalda, barnaverndaryfirvalda, skóla og foreldra,“ segir Kristján Ólafur Guðnason, aðstoðaryfir- lögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuð borgarsvæðinu. Kristján vildi þó ekki tjá sig um meint atvik sem átti sér stað þar í gær en staðfesti að verið væri að leita lausna vegna vandans sem skapast hefur út af hópnum. „Það koma tilvik öðru hverju þar sem fáir einstaklingar geta valdið miklu uppnámi. Þá einstaklinga þarf að finna og koma til aðstoðar og það er það sem er verið að reyna að gera núna,“ segir Kristján. Talsverður uggur er vegna ástandsins og hafa umsjónarkenn- arar sent foreldrum tölvupóst vegna málsins þar sem kemur fram að verið sé að vinna að því að leysa vandamálið. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins er meintur forsprakki hópsins kominn í annan skóla og hefur verið bannað að koma í Haga- skóla eða á skólalóðina. Hann hefur hins vegar ekki sinnt því og ítrek- að vanið komur sínar þangað til þess að hrella aðra nemendur. Með honum í hóp eru nokkrir nemend- ur við skólann auk þess sem í ein- hverjum tilfellum hafa verið með honum eldri unglingar sem voru í skólanum áður. Heimildir Fréttablaðsins herma einnig að dæmi séu um að ungling- ar þori ekki að vera einir á ferð af ótta við hópinn. Ekki náðist í skólastjóra Haga- skóla við vinnslu fréttarinnar. viktoria@frettabladid.is Nemendum hefur verið hótað og ógnað Hópur ungmenna hefur gert nemendum við Hagaskóla lífið leitt með ógnunum og hótunum. Til ryskinga kom í gær milli foreldris og eins úr hópnum. Lögregla segir málið vera til rannsóknar og verið sé að leita lausna á vandanum. HAGASKÓLI Hræðsla er meðal sumra nemenda vegna hóps sem hefur ógnað og hótað nemendum við skólann. Unnið er að því að leysa málið. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Það koma tilvik öðru hverju þar sem að fáir einstak- lingar geta valdið miklu uppnámi. Þá einstaklinga þarf að finna og koma til aðstoðar. Kristján Ólafur Guðnason, aðstoðaryfirlögregluþjónn DÓMSMÁL Hæstiréttur stað- festi í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að maður, sem hefur játað að stinga annan mann í brjóstið á Granda þann 10. janú- ar, skuli sæta gæsluvarðhaldi til 10. febrúar. Í niðurstöðu héraðsdóms segir að árásin hafi verið lífshættu- leg og maðurinn sé hættulegur. Því sé nauðsynlegt, með tilliti til almannahagsmuna, að hann sé í gæsluvarðhaldi meðan rannsókn málsins stendur yfir. - jóe Maðurinn talinn hættulegur: Gæsluvarðhald til 10. febrúar ALÞINGI Sigmundur Davíð Gunn- laugsson forsætisráðherra vill skoða að samið verði um krónu- töluhækkanir launa í stað pró- sentuhækkana í komandi kjara- samningum. Þetta kom fram í svari ráð- herrans við fyrirspurn Árna Páls Árnasonar á Alþingi í gær. Árni Páll taldi upplýsingar frá ráðherrum um kjaramál misvís- andi. Félagsmálaráðherra teldi að meira svigrúm en 3,5 prósent væri til staðar en fjármálaráð- herra hafnaði því. Forsætisráðherra sagði að ef einblínt væri á prósentur myndi það ógna stöðugleika í landinu. Krónur væru því hentugri. - jóe Samningsaðilar líti á krónur: Krónur heppi- legri en prósent JAPAN Árleg skvettuhátíð fór fram í Nagonhara í Japan í gær. Hátíð- in á sér 400 ára sögu og er haldin á jarðhitasvæði. Á hátíðinni koma menn saman fáklæddir og skvetta heitu vatni hver á annan að forn- um sið. - vh Árleg skvettuhátíð fór fram í Nagonhara í Japan í gær: Skvettu heitu vatni að fornum sið SKVETTUR Mikil stemming myndast á skvettuhátíðinni og mega vegfarendur vara sig. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY MENNTAMÁL Aukið samstarf háskólanna á Bifröst og Hólum og Landbúnaðarháskólans á Hvann- eyri er í bígerð. Sameining skól- anna þriggja er einnig möguleiki. Þetta kemur fram í bréfi sem rektor Landbúnaðarháskólans ritar til starfsmanna skólans. Illugi Gunnarsson mennta- málaráðherra segir að málið sé á algjöru byrjunarstigi. Gagna- öflun sé farin af stað til þess að skoða hvaða kostir felist í auknu samstarfi eða sameiningu, Illugi vonast til að greiningar- vinnu ráðuneytisins ljúki í næsta mánuði og þá sé hægt að meta hver næstu skref verði. - bá, jóe Sameining þriggja möguleg: Staða háskóla undir smásjá ALÞINGI Tillaga ríkisstjórnar- innar um að aðildarviðræðum Íslands við Evrópusamband- ið verði slitið verður lögð fram innan skamms. „Málið hefur verið til umræðu í þingflokknum og styttist í að til- lagan verði lögð fram með degi hverjum,“ segir Þórunn Egils- dóttir, nýr þingflokksformað- ur Framsóknarflokksins. Hún segir að hún viti ekki hvenær hún verði lögð fram eða hvort þetta sé sama tillaga og lögð var fram fyrir ári. Tillagan var til umræðu í óund- irbúnum fyrirspurnatíma á þingi í gær. Guðmundur Steingríms- son, þingmaður Bjartar framtíð- ar, spurði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra út í afstöðu hans. Guðmundur minnti ráð - herrann á að í aðdraganda kosninga töl- uðu allir oddvit- ar Sjálfstæðis- flokksins um að afdrif viðræðna yrðu lögð í dóm þjóðarinnar. Í svari fjár- málaráðherra kom fram að Ísland væri aðeins í viðræðum við ESB að nafn- inu til. Samningahópurinn hefði verið leystur upp og tillagan væri aðeins formsatriði. „Það verða mikil vonbrigði ef tillagan kemur aftur fram og í raun trúi ég því ekki fyrr en ég sé það gerast,“ segir Guðmundur. Hann segist halda í vonina um að ríkisstjórnin sjái að sér. „Ríkisstjórnin hefur ekki umboð til að slíta viðræðunum. Ætli hún sér að ná fram við- ræðuslitum verður hún að sækja það með nýjum kosningum,“ segir Guðmundur. - jóe Alþingi kom saman á ný í gær. Umræður um ESB hófust strax á fyrsta degi: Slitatillaga væntanleg bráðlega GUÐMUNDUR STEINGRÍMSSON Málið hefur verið til umræðu í þingflokkn- um og styttist í að tillagan verði lögð fram með degi hverjum. Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins. 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :5 3 F B 0 6 4 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 7 B -D 0 E C 1 7 7 B -C F B 0 1 7 7 B -C E 7 4 1 7 7 B -C D 3 8 2 8 0 X 4 0 0 1 B F B 0 6 4 s _ 2 0 _ 1 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.