Fréttablaðið - 21.01.2015, Blaðsíða 26
FÓLK|FERÐIR
FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ
sem býður aug lýsendum að
kynna vörur og þjónustu í formi
viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum
auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu
daglega.
Útgefandi: 365 miðlar
Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson
Hönnun: Silja Ástþórsdóttir
Sölumenn:
Bryndís Hauksdóttir,
bryndis@365.is, s. 512 5434
Jón Ívar Vilhelmsson,
jonivar@365.is, s. 512 5429
Eftir útskrift frá Menntaskólanum á Akureyri árið 2011 fór Kristján Eld-járn í fjögurra mánaða heimsreisu
til Ástralíu, Malasíu og Taílands með
þremur vinum sínum. Hann heillaðist
svo af Ástralíu að þegar hann kynntist
núverandi unnusta sínum, Leifi Guðna
Grétarssyni, var hann strax ákveðinn
í að sýna honum þetta stórkostlega
land. Rúmu ári áður en Leifur lauk námi
í líftækni frá Háskólanum á Akureyri
ákváðu þeir að fara í heimsreisu og
hófu að safna fyrir henni. Ferðalagið tók
rúma fjóra mánuði að sögn Kristjáns og
þótt megináherslan hafi verið á Ástralíu
heimsóttu þeir einnig Taíland, Nýja-Sjá-
land, Indónesíu, Singapúr og Fídjíeyjar.
„Eftir nokkurra daga stopp í París flug-
um við til Ástralíu. Fyrsti áfangastaður
okkar var borgin Cairns sem er norðar-
lega á austurströndinni. Þaðan keyrðum
við suður til Melbourne á litlum húsbíl.
Ferðalagið tók tvo mánuði og með í för
fyrstu vikurnar var vinkona okkar Sig-
ríður Jódís Gunnarsdóttir.“
Tíminn í Ástralíu var mikið ævintýri
að sögn Kristjáns. „Við skoðuðum regn-
skóga, snorkluðum í stærsta kóralrifi
heims og skoðuðum fjölbreytt dýralífið.
Á Whitsundays Islands sáum við eina
fallegustu strönd sem við höfum séð
og við heimsóttum Íslendinginn Ásgeir
Þorsteinsson sem hefur verið búsettur í
bænum Dubbo í 30 ár.“
Þaðan lá leiðin til Sydney en áður
hafði Sigríður yfirgefið þá og flogið
heim. Meðal fleiri eftirminnilegra
áfangastaða auk Melbourne nefnir
Kristján höfuðborg landsins, Canberra,
og eyjuna Tasmaníu sem liggur við suð-
austurodda landsins.
Næsti viðkomustaður var Nýja-Sjá-
land þar sem þeir dvöldu í viku og
skoðuðu meðal annars hina sögufrægu
Waitomo-hella sem frægir eru fyrir sjálf-
lýsandi orma sína. Sú ferð var einn há-
punktur ferðarinnar að sögn Kristjáns.
Hápunktur ferðalagsins að sögn
Kristjáns voru þó Fídjieyjar sem var
algjör draumur að hans sögn. „Við
dvöldum á lítilli eyju sem heitir Waya og
gistum í litlum kofa á ströndinni. Kóral-
rif var í flæðarmálinu og hlýr sjórinn
var yndislegur. Ekki skemmdi svo fyrir
að sofna við seiðandi öldugjálfrið utan
við gluggann á kvöldin. Fólkið á eyjunni
var einnig yndislegt og það var þeim að
þakka að okkur leið svona vel og berum
svo hlýjar minningar til dvalarinnar.“
Eftir frábæra dvöl á Fídjíeyjum tók
við önnur fallega eyja, Balí í Indónes-
íu. Þaðan sigldu þeir til Singapúr og
dvöldu í nokkra daga áður en þeir héldu
til höfuð borgar Taílands, Bangkok, þar
sem foreldrar Kristjáns slógust í hóp-
inn. „Stefnan var fyrst sett á Koh Tao
sem er eyja í suðurhluta landsins en
þar dvöldum við í viku í góðu yfirlæti.
Fólkið var yndislegt og maturinn gerði
dvölina ógleymanlega. Næst sigldum
við til Koh Samui sem er önnur falleg
eyja stutt frá. Þar fórum við á fílsbak,
skoðuðum fallega staði á eyjunni og
borðuðum meiri góðan mat. Eftir Koh
Samui var stefnan tekin upp á megin-
land Taílands þar sem við flugum yfir til
Malasíu og þaðan aftur til Ástralíu.”
Foreldrar Kristjáns voru enn með í
för enda var ætlunin að heimsækja Ás-
geir aftur en hann og pabbi Kristjáns
höfðu ekki hist í mörg ár. Gamlárs-
kvöldinu var eytt í Sydney og var sá
dagur sérstaklega eftirminnilegur enda
var stórkostleg flugeldasýning um
kvöldið sem Kristján segir að hafi verið
sú allra flottasta sem þeir hafi upplifað.
Nokkrum dögum síðar hélt hópurinn
heim á leið og segir Kristján að þá hafi
verið komin smá heimþrá í þá báða.
„Þeir staðir sem við heimsóttum voru
mjög ólíkir og því vorum við alltaf að
upplifa eitthvað nýtt. Það er algjörlega
ómetanlegt að fá að kynnast menningu
allra þessara staða sem við heimsótt-
um, hitta fólkið og sjá hvernig það lifir.
Margt af þessu er svo fjarri því sem við
erum vön að maður gerir sér ekki al-
mennilega grein fyrir því. Eftir upplifun
sem þessa gerir maður sér grein fyrir
því hvað maður hefur það rosalega gott
og maður verður þakklátur fyrir allt
sem maður hefur. Það er svo sannarlega
ekki sjálfgefið.“
■ starri@365.is
SOFNAÐ VIÐ SEIÐ-
ANDI ÖLDUGJÁLFRIÐ
HEIMSREISA Ferðalag Kristjáns og Leifs um Asíu og Eyjaálfu var mikið ævin-
týri sem innihélt mikla náttúrufegurð, hlýtt fólk og frábæra flugeldasýningu.
HÁPUNKTURINN
Dvölin á Fídjíeyjum var
hápunktur ferðalagsins.
SLAPPAÐ AF
Notaleg stund á 57.
hæð á einu flottasta
hóteli heims, Marina Bay
Sands, í Singapúr.
MYNDIR/ÚR EINKASAFNI
SYDNEY
SKEMMTILEG
Kristján og Leifur
voru mjög hrifnir
af Sydney. Þar
eyddu þeir ára-
mótunum og sáu
um leið flottustu
flugeldasýningu
sem þeir höfðu
upplifað.
MYNDIR/ÚR EINKASAFNI
Save the Children á Íslandi
Fæst í apótekum og heilsubúðum
P
R
E
N
T
U
N
.IS
P
R
E
N
T
U
N
.IS
Virkar lausnir frá OptiBac
One Week Flat
Minnkar þembu og Vindgang
hollur kostur á 5 mín.
Gríms fiskibollur
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
3
:5
3
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
7
D
-A
1
0
C
1
7
7
D
-9
F
D
0
1
7
7
D
-9
E
9
4
1
7
7
D
-9
D
5
8
2
8
0
X
4
0
0
8
A
F
B
0
6
4
s
_
2
0
_
1
_
2
0
1
5
C
M
Y
K