Fréttablaðið - 21.01.2015, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 21.01.2015, Blaðsíða 14
21. janúar 2015 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 14 MENNINGARBORG EVRÓPU 2014 R I G A 14. - 17. maí Riga er meira en 800 ár gömul borg eða frá árinu 1201. Þar blandast saman miðaldarmiðbær og nútímaborg. Gamli borgarhlutinn með sinn sjarma og hefðbundin nútímaborg í hraðri þróun. Hvort sem það er menningin - söfn eða fallegar byggingar, listaviðburðir og verslanir með allt það nýjasta á góðu verði - þá finnur þú það í Riga. Verð 98.900 kr. á mann í 2ja manna herbergi Innifalið: Flug, skattar, hótel með morgunmat, íslensk fararstjórn, rúta til og frá flugvelli. GUANTANAMO Mohamedou Ould Slahi hefur verið fangi í Guant- anamo á Kúbu frá því í júlí árið 2002. Árið 2010 komst dómari að þeirri niðurstöðu, að óhætt væri að láta hann lausan. Af því hefur enn ekki orðið. Sumarið 2005 skrifaði hann 460 blaðsíðna dagbók, sem nú er komin út á bók. Bandarísk stjórn- völd reyndu að koma í veg fyrir að dagbækurnar yrðu birtar, en töpuðu málaferlum gegn lögmönnum Slah- is. Þeir fengu dagbækurnar afhent- ar og heimild til að gefa þær út, með því skilyrði þó að ýmsar upplýsing- ar yrðu strikaðar út. Bæði breska dagblaðið The Guardian og þýska tímaritið Der Spiegel hafa birt útdrætti úr bók- inni, en fyrir tæpum tveimur árum birtust einnig nokkrir útdrættir úr dagbókunum í bandaríska tímarit- inu Slate. Slahi skrifaði dagbækurnar á ensku, en tungumálið lærði hann af sjálfsdáðum í fangavistinni. Blaða- menn The Guardian segja skrifin sýna að hann sé „klár, hnyttinn, opinskár og merkilega óskemmdur“. Í dagbókunum lýsir hann lang- dregnum yfirheyrslum, barsmíðum og pyntingum af ýmsu tagi. Meðal annars hafi sér verið hótað dauða og einnig hafi kvalarar hans hótað því að leita uppi móður hans. Í eitt skipti hafi hann verið neyddur til að drekka saltvatn, síðan var farið með hann á hraðskreiðum bát út á haf þar sem hann hafi verið látinn leggjast á ís og barinn klukkustund- um saman. Þá segist hann hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni af hálfu kvenkyns fangavarða. Einnig segir hann frá því að árið 2003 hafi honum verið meinað að fasta að sið múslima í föstumánuðinum ramad- an. Næring hafi verið þvinguð ofan í hann. Á endanum hafi pyntingarn- ar haft þau áhrif að hann hafi játað á sig ýmsar sakir, sem ekkert var hæft í. Slahi er frá Máritaníu, var hand- tekinn þar í nóvember árið 2001, fluttur til Amman í Jórdaníu, hafð- ur þar í einangrun og yfirheyrður í meira en hálft ár. Eftir það fluttu bandarískir leyniþjónustumenn hann til Bagram í Afganistan, þar sem hann var í hálfan mánuð þang- að til farið var með hann til Guant- anamo-búðanna á Kúbu. Í yfirheyrslu árið 2003 segir hann sjálfur ekkert skrítið að grunur hafi beinst að sér, þar sem frændi hans hafi verið samstarfsmaður Osama bin Laden og hann hafi tvisvar hjálpað þessum frænda sínum að flytja peninga frá Súdan til Márit- aníu, í gegnum Þýskaland þar sem Slahi bjó þá. Hann neitar því hins vegar alfarið að hafa viljað taka þátt í hryðjuverkum. gudsteinn@frettabladid.is Guantanamo-fangi lýsir pyntingum Dagbækur manns, sem enn er fangi í Guantanamo-búðunum, hafa nú komið út á bók. Þær voru skrifaðar árið 2005 en fyrir þremur árum fengu lögmenn hans leyfi til að fá þær afhentar. Engin áform eru um að gefa út ákærur á hendur honum. FANGABÚÐ- IRNAR Í GUANTANAMO Enn eru 122 menn þar í haldi og hafa verið þar í meira en áratug, flestir án dómsúrskurðar af nokkru tagi. NORDICPHOTOS/AFP UMHVERFISMÁL Þrír þingmenn Vinstri grænna hafa lagt fyrir Alþingi tillögu til þingsályktunar um flokkun, vernd og skráningu ræktunarlands. Tillagan miðar að því að upp- lýsingar um ræktunarland séu aðgengilegar öllum og að mótuð verði stefna um varðveislu rækt- unarlands þannig að komist verði hjá því að því verði varið óskyn- samlega eða því spillt. Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) hefur gert árið 2015 að alþjóðlegu ári jarðvegs og mun nota það tilefni til að vekja athygli á því hversu mikil- væg auðlind jarðvegur er fyrir mannkynið. - shá Árið 2015 er alþjóðlegt ár jarðvegs hjá SÞ: Vilja verndun lands FRJÓTT Ræktunarland er takmörkuð gæði. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :5 3 F B 0 6 4 s _ P 0 6 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 7 C -2 9 C C 1 7 7 C -2 8 9 0 1 7 7 C -2 7 5 4 1 7 7 C -2 6 1 8 2 8 0 X 4 0 0 3 A F B 0 6 4 s _ 2 0 _ 1 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.