Fréttablaðið - 21.01.2015, Blaðsíða 16
21. janúar 2015 MIÐVIKUDAGURSKOÐUN
HALLDÓR
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr
Þráinsson ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI:
Sigurjón M. Egilsson sme@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á
höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið
áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871
FRÁ DEGI
TIL DAGS
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is AÐSTOÐARFRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Erla Björg Gunnarsdóttir erla@frettabladid.is MENNING: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is
VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
Sigurjón Magnús
Egilsson
sme@frettabladid.is
Listin er máttarstólpi tjáningarfrelsis.
Hún sækir orkuna í sköpunarkraftinn sem
rennur í æðum fólks. Listafólk beitir gáfu
sinni og skapar verk sem hafa form og
öðlast merkingu þegar þau eru móttekin í
samfélaginu. Listin ræktar lífið með hug-
rekki og hugsjónum og spyrnir gegn eyði-
leggingu.
Tjáningarfrelsið vill fara yfir landa-
mæri án þess að vera með vegabréf og til-
skilin leyfi. Það stekkur yfir aðskilnaðar-
múra undir skothríð andstæðra skoðana.
Tjáningarfrelsið er undir smásjá í öllum
samfélögum. Viðbrögðin geta verið mis-
kunnarlaus þegar frelsið fer út fyrir tilsett
mörk, þegar einhver ögrar með listinni og
brýtur hin helgu vé. Listin ver mennskuna
og særir engan nema þann sem móðgast og
afhjúpast.
Allir geta verið fulltrúar tjáningarfrels-
is, aðeins ef þeir vilja, en til að beita því
og verja það þarf ævinlega hugrekki, hug-
myndaflug og skilning á afleiðingum þögg-
unar. Sá sem gengur undir fána tjáningar-
frelsis þarf að vera viljugur til að berjast
fyrir frelsi annarra til að tjá skoðanir sínar.
Listafólki ætti alls staðar að vera frjálst
að skapa þau verk sem það vill. Það hefur
málfrelsi, ritfrelsi, myndfrelsi, tónfrelsi,
hönnunarfrelsi, sviðslistarfrelsi, frelsi til
að tjá sig án ótta og ritskoðunar og kúg-
unar, frelsi til að skapa óræð listaverk sem
breyta samfélaginu.
Listafólk ruggar bátum og ruglar fólk
í ríminu með verkum sínum, kemur því
á óvart, opnar nýjar víddir og afhjúpar
heimsku og þekkingarleysi. Listin gegnir
þýðingarmiklu hlutverki í samfélaginu því
listaverk geta leyst fólk úr spennitreyju
ótta, kúgunar og fordóma. Listafólk nýtir
tjáningarfrelsið m.a. til að vinna gegn
ánauð annarra og andlegu ofbeldi sem
þrífst í samfélögum.
En það er ekki nóg að hafa frelsi, lista-
fólk þarf að fá tækifæri, tíma og aðstæð-
ur til að vinna. Tækifæri til að skapa og
starfa við það sem það leggur metnað og
alúð í. Flestallir þurfa að öðlast þekkingu
og fá æfingu til að virkja sköpunarkraftinn
á áhrifaríkan hátt.
Hvert samfélag þarf á öflugu listafólki
að halda, hvert samfélag þarf að styðja
við list og tjáningarfrelsi ef það vill dafna
sjálft. Sá stuðningur er ríkulega og dag-
lega endurgreiddur með mikilvægum
gjöfum sem bæta samfélagið, því listin er
hreyfing sem er linnulaust að störfum.
Það er sterkt samband milli listar og
tjáningarfrelsis. Orðið listfrelsi sprettur
umsvifalaust fram og það hrópar: „Verið
ekki hrædd, notið frelsið til tjáningar með
listrænum hætti. Ekki bíða til morguns!“
Listin og tjáningarfrelsið
MENNING
Gunnar
Hersveinn
rithöfundur
M.A. BESTA MYNDIN – BESTI LEIKARI Í AÐALHLUTVERKI
BESTA LEIKKONA Í AUKAHLUTVERKI – BESTI LEIKSTJÓRI
BENEDICT
CUMBERBATCH
KEIRA
KNIGHTLEY
T H E I M I TAT I O N G A M E
FRUMSÝND 23. JANÚAR
“AN INSTANT CLASSIC”“BENEDICT CUMBERBATCH IS OUTSTANDING”
“THE BEST BRITISH FILM OF THE YEAR”
“EXCEPTIONAL”
“FASCINATING
& THRILLING”
TILNEFND TIL 8 ÓSKARSVERÐLAUNA
INSPIRING
B A S E D O N T H E I N C R E D I B L E T R U E S TO R Y
O F A L A N T U R I N G
L
íkt er á komið með núverandi ríkisstjórn og þeirri fyrri
þegar kemur að umgengni um Framkvæmdasjóð aldr-
aðra. Á síðustu fimm árum hefur stórkostlega miklum
peningum verið ráðstafað til annarra verkefna en lög
gera ráð fyrir. Framkvæmdasjóður aldraðra á það líkt
með margumræddu útvarpsgjaldi að það er nefskattur, skattur
sem leggst eins á alla skattskylda Íslendinga.
Ríkisvaldið hefur, á liðnum árum, varið stórum hluta tekna
sjóðsins til verkefna annarra en framkvæmda. Í fimmtu grein
laga um sjóðinn er talið upp til hvernig verkefna á að verja
tekjum hans. Þar eru talin upp
brýn verkefni, svo sem bygging
þjónustumiðstöðva, dagvistar,
dvalarheimila, sambýla og hjúkr-
unarheimila. Síðasti liðurinn
kveður svo á um önnur verkefni
sem stuðla að uppbyggingu öldr-
unarþjónustu.
Ríkisvaldið, hvert sem það er
á hverjum tíma, hefur tekið þúsundir milljóna frá þessum bráð-
nauðsynlegu verkefnum og notað þá peninga til annarra hluta.
Óþarft á að vera að telja upp eða nefna hversu brýnt er að gera
átak í þeim helstu verkefnum sem Framkvæmdasjóður aldraðra á
að sinna, samkvæmt gildandi reglugerð.
Hefðu stjórnvöld ekki gerst svona fingralöng og hér hefðu
verið til að mynda byggð hjúkrunarheimili en peningar ekki verið
teknir af öldruðum, væri álagið mun minna á til dæmis Land-
spítalanum, en þekkt er að þar liggur gamalt fólk fast, þar sem
engin úrræði eru til fyrir það fólk, það kemst ekki af sjúkrahús-
inu. Segja má að þegar eyrnamerktir peningar eru notaðir til allt
annarra hluta en á að gera, sé misfarið með þá peninga.
Annar nefskattur hefur verið í fréttum síðustu mánuði, það er
útvarpsgjaldið og umræður um meðferð á þeim skatti hafa farið
víða. Nú hefur verið tryggt, að á þessu ári, renna hærri fjárhæðir
til Ríkisútvarpsins en dæmi eru um. Sama verður ekki sagt um
aldraða og þeirra velferð. Þá skortir greinilega stuðning, þeir
eiga ekki hollvini innan þings og utan. Þetta er til skammar. Við
verðum að gera betur og hætta að taka eyrnamerkta peninga úr
uppbyggingu á hjúkrunarheimilum og dvalarheimilum og nota þá
peninga til allt annarra hluta. Það er smán að þessu háttalagi.
Mestur hluti framkvæmdasjóðsins fer í húsaleigu víðsvegar um
landið og rekstur öldrunarheimila. „Það er áhersluatriði hjá mér
varðandi uppbyggingu hjúkrunarrýma að þessa fjármuni sem
renna í rekstur fáum við til uppbyggingar nýrra hjúkrunarrýma,“
sagði Kristján Þór Júlíusson í samtali við Fréttablaðið. Frá árinu
2010 til 2014 hafa 8,2 milljarðar króna runnið í sjóðinn. 1.672
milljónum hefur verið úthlutað úr sjóðnum til verkefna sem hafa
sótt í sjóðinn. Mismunurinn, um 6,5 milljarðar, fer í ýmsa hluti,
svo sem rekstur stofnanaþjónustu, leigugreiðslur vegna hjúkr-
unarheimila og viðhalds öldrunarstofnana.
„Það er mjög slæmt að festa framkvæmdasjóð í klöfum rekstr-
arkostnaðar og geta ekki beitt sér í uppbyggingu nýrra hjúkrunar-
rýma,“ sagði Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Félags eldri
borgara. Þessi staða er óásættanleg. Það verður að gera betur og
fara verður að settum reglum, ekki síst æðsta stjórn ríkisins.
Ríkið ráðstafar sérmerktum tekjum þvert á reglur:
Standa ekki við
uppbygginguna
Kann Hagstofan að reikna?
Hagstofan hefur reiknað að hagvöxt-
ur síðasta árs sé langtum minni en
spáð hafði verið. Björn Valur Gísla-
son, varaformaður VG og varaþing-
maður, vakti máls á þessu á Alþingi
í gær. „Til hvaða ráðstafana hyggst
ríkisstjórn hægri flokkanna grípa til
að snúa þessari þróun við?“ spurði
Björn Valur og beindi spurningunni
til Sigmundar Davíðs Gunnlaugs-
sonar forsætisráðherra, sem
svaraði að verið væri að fara
yfir útreikninga Hagstofunnar
og því sé óþarft að vera með
svartsýni þess vegna, annað
eigi eftir að koma í ljós.
Svo er bara að bíða og
sjá hvort Hagstofan
hafi skilað röngum
útreikningum.
Tilfinningasamir menn
Áfram á sama stað. Björn Valur
Gíslason sagði meðal annars: „Ég
var að vitna í opinberar tölur um að
hagvöxtur á Íslandi væri að mælast
á fyrstu níu mánuðum ársins 0,5
prósent. Hvar hefur það komið fram
að það yrði leiðrétt nema innan úr
Stjórnarráðinu? Þetta eru bara tilfinn-
ingar hjá tilfinningasömum mönnum
sem halda að hlutirnir séu öðruvísi
en þeir eru.“ Forsætisráðherra hélt
uppi vörnum og sagði að ýmsir
aðilar hefðu farið yfir gögn
Hagstofunnar og vinna við að
meta hagvöxt benti til þess
að að öllum líkindum væri
skekkja í tölunum, „ … að
allar þessar áhyggjur
háttvirts þingmanns eru
ástæðulausar“.
Ráðherra vill hlífa Sprengisandi
Fyrstu orð Sigrúnar Magnúsdóttir á
þingi í embætti umhverfisráðherra
lutu að Sprengisandi þegar hún
svaraði Steingrími J. Sigfússyni. „Ég
er búin að segja að mér finnst hvorki
rétt að leggja þarna malbikaðan
veg né setja háspennulagnir yfir
Sprengisand. Hins vegar finnst mér
alveg geta komið til greina að við
getum lagt þær í jörðu. Ég veit að
það kostar mikið, en mér finnst
eðlilegt að fyrirspyrjandi beini
þessari fyrirspurn síðar til
þeirra ráðherra sem fara með
þetta eða eru með þetta á
sínu verksviði,“ sagði nýr
umhverfisráðherra, Sigrún
Magnúsdóttir, á Alþingi í
gær. sme@frettabladid.is
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
3
:5
3
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
7
B
-B
D
2
C
1
7
7
B
-B
B
F
0
1
7
7
B
-B
A
B
4
1
7
7
B
-B
9
7
8
2
8
0
X
4
0
0
1
A
F
B
0
6
4
s
_
2
0
_
1
_
2
0
1
5
C
M
Y
K