Fréttablaðið - 21.01.2015, Blaðsíða 52
21. janúar 2015 MIÐVIKUDAGUR| LÍFIÐ | 24
Heimildarmyndin Óli Prik, um
handboltamanninn og þjóðhetj-
una Ólaf Stefánsson, verður frum-
sýnd 6. febrúar. Leikstjóri hennar
er Árni Sveinsson og framleið-
andi er Grímar Jónsson og fylgdi
Árni Óla eftir í um eitt og hálft
ár við gerð myndarinnar. „Það
er kannski orðum aukið að ég
hafi elt hann,“ segir Árni sem
hitti Óla fyrst í Katar fyrir einu
og hálfu ári, þegar hann var að
fara að spila sinn síðasta leik sem
atvinnumaður. „Myndin fjallar um
ferlið þegar hann hættir í atvinnu-
mennsku eftir 17 ár, flytur til
Íslands og fer að þjálfa uppeldis-
félagið sitt,“ segir Árni.
Myndin er ferðalag þar sem
áhorfendur fá að kynnast Óla náið.
Hún er einlæg, persónuleg og ekk-
ert dregið undan. „Þegar maður
gerir svona myndir þá er maður að
stíga inn í einhvern heim, í þetta
sinn íþróttaheiminn. Það kom mér
helst á óvart hvað það eru miklu
meiri pælingar á bak við þetta
sport en ég hélt og hvað það skipti
Óla miklu máli. Það var svolítið
hans, með alla þessa reynslu, að
dýpka leikskilning og reyna að
stækka þann þátt,“ segir Árni.
En hvaðan kemur þetta nafn, Óli
Prik? „Í einni senu í myndinni er
Óli að ræða ímynd sína sem „Óli
Stef“ sem er lituð af fortíðinni og
frelsið í að finna sitt annað sjálf
sem hann kallar Óla Prik,“ segir
Árni.
Hann segir umfjöllunarefni sem
þetta, fólk á tímamótum, klassískt
en þegar stærsta íþróttastjarna
Íslands stendur á slíkum tímamót-
um getur ýmislegt óvænt gerst.
„Þú ert kannski með einhverja
rósrauða drauma, sem fara svo
á einhvern allt annan hátt en þú
hélst í fyrstu,“ segir hann.
adda@frettabladid.is
Ekkert dregið undan
í myndinni Óli Prik
Heimildarmynd um handboltamanninn Ólaf Stefánsson frumsýnd 6. febrúar.
MENNIRNIR
BAKVIÐ ÓLA
PRIK
Framleiðand-
inn Grímar
Jónsson,
Ólafur
Stefánsson og
Árni Sveins-
son leikstjóri.
MYND/ BRYNJAR
SNÆR ÞRASTARSON
Enska rokksveitin The Vaccines,
með Íslendinginn Árna Hjörvar
Árnason á bassanum, hefur gefið
út lagið Handsome. Það er fyrsta
smáskífulagið af væntanlegri
plötu hljómsveitarinnar sem verð-
ur sú þriðja í röðinni.
Myndband við lagið var tekið
upp í hverfinu Brooklyn í New
York fyrir jólin þar sem Árni
Hjörvar og félagar læra kung fu
undir leiðsögn eðlu og slást svo við
geimverur.
„Við vildum búa til myndband
sem væri léttur óður til kvik-
myndalistarinnar, sérstaklega
kung fu-mynda frá Hong Kong,“
sagði söngvarinn Justin Young.
„Fyrir mér er tónlist skemmtun
og flótti frá raunveruleikanum.
Við vildum myndband sem væri
framlenging af þeirri pælingu.
Við vildum búa til heim þar sem
við gátum leikið metnaðarfullar og
stærri útgáfur af okkur sjálfum.“
Rokkararnir eru að taka upp
nýju plötuna í samvinnu við upp-
tökustjórann Dave Fridmann,
sem hefur unnið með Weezer, The
Cribs og Tame Impala. The Vacc-
ines gaf síðast út EP-plötuna Mel-
ody Calling í fyrra. Tónleikaferð
um Bretland er svo fyrirhuguð í
mars og apríl.
Slást við geimverur
í hressu myndbandi
Árni Hjörvar og félagar í The Vaccines með nýtt lag.
ÁRNI HJÖRVAR Árni Hjörvar á bassanum með rokksveitinni The Vaccines á tón-
leikum í fyrra. NORDICPHOTOS/GETTY
Þessir þrír fagmenn keppa við Jóhann á Óskarnum
Jóhann Jóhannsson keppir ekki við neina aukvisa um Óskarsverðlaunin í febrúar í fl okknum besta frumsamda tónlistin.
Alexandre Desplat
(Franskur)
Tilnefndur fyrir The Grand
Budapest Hotel og The
Imitation Game
Ferilsskrá: 8 Óskarstilnefn-
ingar (m.a. fyrir The Queen,
The King’s Speech og Argo)
Hans Zimmer
(Þýskur)
Tilnefndur fyrir Interstellar
Ferilsskrá: 1 Óskar fyrir The
Lion King og 9 Óskarstilnefn-
ingar (m.a. fyrir Rain Man,
Gladiator og Inception).
Gary Yershon
(Enskur)
Tilnefndur fyrir Mr. Turner
Ferilsskrá: 1 Óskarstilnefn-
ing. Tilnefndur til
Evrópsku kvikmynda-
verðlaunanna fyrir
Another Year.
„Það hefur tekið sinn tíma að safna
saman öllum hljóðfærunum sem
þeir munu nota,“ segir Guðbjartur
Finnbjörnsson. Hann skipulegg-
ur tónleikana Tubular Bells fyrir
tvo sem verða haldnir í Háskóla-
bíói í kvöld. Þar spila Ástralarnir
Aidan Roberts og Daniel Holds-
worth lög af frægri plötu Mikes
Oldfield, Tubular Bells, og verða
aðeins tveir á sviðinu. Hljóðfærin
verða aftur á móti 38 talsins. Tón-
leikarnir eru haldnir í tilefni 40 ára
afmælis plötunnar, sem var í fyrra.
Að sögn Guðbjarts verða tvö
trommusett á sviðinu, auk allra
hinna hljóðfæranna. Fyrirtækið
HljóðX hefur safnað hljóðfærun-
um saman fyrir tónleikana og m.a.
fékk það „tubular bells“ að láni hjá
Sinfóníuhljómsveit Íslands.
Tubular Bells kom út árið 1973
og er fyrsta plata enska tónlistar-
mannsins Mikes Oldfield. Hún sat
á breska vinsældalistanum í 279
vikur samfleytt og er sú fyrsta sem
Virgin Records, fyrirtæki auðjöf-
ursins Richards Branson, gaf út.
Roberts og Holdsworth hafa hlot-
ið mikið lof fyrir tónleika sína úti
um allan heim. Þeir eru á sinni
fyrstu tónleikaferð um Bandarík-
in og munu ljúka ferðalaginu hér á
landi. - fb
Leit að hljóðfærunum
hefur tekið sinn tíma
Tónleikarnir Tubular Bells fyrir tvo verða í kvöld.
ROBERTS OG
HOLDSWORTH
Félagarnir
hafa verið á
tónleikaferð
um Bandaríkin
að undanförnu.
Bókamarkaður
2015
Árlegur bókamarkaður
Félags íslenskra bókaútgefenda
verður 27. febrúar til 15. mars
næstkomandi.
Útgefendur sem vilja bjóða
bækur sínar á markaðinum
er bent á að hafa samband við
Félag íslenskra bókaúgefenda
sem fyrst, eða eigi síðar en
6. febrúar n.k., í síma 511 8020
eða á netfangið fibut@fibut.is
LÍFIÐ
Það kom mér helst
á óvart hvað það eru
miklu meiri pælingar á
bak við þetta sport en ég
hélt og hvað það skipti
Óla miklu máli
Árni Sveinsson.
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
3
:5
3
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
7
7
C
-4
7
6
C
1
7
7
C
-4
6
3
0
1
7
7
C
-4
4
F
4
1
7
7
C
-4
3
B
8
2
8
0
X
4
0
0
3
B
F
B
0
6
4
s
_
2
0
_
1
_
2
0
1
5
C
M
Y
K