Fréttablaðið - 21.01.2015, Blaðsíða 24
| 6 21. janúar 2015 | miðvikudagur
V
erslunin Costco kemur
ný inn á dagvöru-
markaðinn á Íslandi
síðar á þessu ári og
hefur rekstur í Garða-
bæ. Fulltrúar Costco
hér á landi áttu síðast fund með bæj-
arfulltrúum í Garðabæ vegna kaupa
á tólf þúsund fermetra húsnæði á
mánudaginn.
Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í
Garðabæ, segir fundinn hafa verið
einn af mörgum sem fram hafa
farið undanfarið. „Ég lít svo á að
með því að vera að fara yfi r þessi
mál með okkur séu þeir ákveðnir í
að koma til Íslands,“ segir Gunnar.
Húsnæðið í Garðabæ er beint á móti
Ikea, þar sem nú þegar er Bónus-
verslun.
Á matvörumarkaðnum eru nú
þegar þrír stórir aðilar og fjöldi
smærri. Stærstir eru Hagar versl-
anir, sem er hluti af Hagasam-
stæðunni, og rekur Bónus og Hag-
kaup, en einnig heildsöluna Aðföng
og Hýsingu-vöruhótel. Samkvæmt
ársreikningi fyrir tímabilið 1. mars
2013 til 28. febrúar 2014 nam velta
félagsins 72 milljörðum króna. Það
er um það bil þrefalt meiri velta
en heildarveltan hjá annars vegar
Kaupási árið 2013 og hins vegar
Samkaupum. Kaupás rekur verslan-
irnar Nóatún, Krónuna og Kjarval.
Samkaup rekur aftur á móti versl-
anirnar Samkaup, Nettó, Kaskó og
Krambúðina.
Hagar eru jafnframt eina fyrir-
tækið sem er skráð á markað. Ein-
ungis einn aðili er með yfir tíu
prósenta eignarhlut. Ekkert er þó
útilokað varðandi framtíðarskrán-
ingu Kaupáss. „Það hefur engin
ákvörðun verið tekin um það. En
það er vissulega á einhverjum tíma
möguleiki. Það er einn af möguleik-
unum í framtíðinni. En sú framtíð er
ansi teygjanleg,“ segir Jón Björns-
son, forstjóri Festar, móðurfélags
Kaupáss í samtali við Markaðinn.
Sækja fyrirmyndir til Norðurlanda
Samkaup eru aftur á móti að stærst-
um hluta til í eigu kaupfélaga og
Ómar Valdimarsson, framkvæmda-
stjóri Samkaupa, segir að þannig
verði það áfram. Það sé algengara
rekstrarform í nágrannalöndun-
um. Samkaup horfa til Coop í Dan-
mörku, sem meðal annars rekur
verslanir undir merkjunum Fakta
og Brugsen. „Þangað sækjum við
mikið; vöru og þekkingu. Og það er
mjög gott samband okkar við Skand-
ínavíu í sambandi við innkaup og
annað slíkt,“ segir Ómar.
Bæði stjórnendur Kaupáss og
stjórnendur Haga verslana hafa lagt
áherslu á rekstur lágverðsverslana
í rótgrónum íbúðahverfum, ann-
ars vegar með Krónuna og hins
vegar Bónus. Ákvörðun stjórnenda
Kaupáss um að breyta verslununum
Nóatúns í Grafarholti, Hamraborg
og Nóatúni yfi r í Krónuverslanir
er í samræmi við þetta markmið.
Hagar leggja einnig aðaláherslu á
rekstur lágverðsverslana og munu
opna nýja Bónusverslun í Skipholti, í
göngufjarlægð frá verslun Nóatúns,
í mars. „Langtímaþróunin hefur
verið sú að lágverðsverslanir hafa
sótt í sig veðrið. Það hefur gerst hjá
okkur og öðrum líka,“ sagði Finnur
Árnason, forstjóri Haga, í samtali
við Fréttablaðið á fi mmtudaginn.
Bæði Kaupás og Hagar munu
eftir sem áður reka gæðaverslan-
ir með góðu kjötborði, undir vöru-
merkjum Nóatúns og Hagkaups.
Kaupás mun reka eina verslun í
Austurveri og hugsanlega opna
fl eiri. Hagkaup rekur ellefu verslan-
ir; sjö á höfuðborgarsvæðinu, eina á
Reykjanesi, eina í Borgarnesi, eina
á Selfossi og eina á Akureyri. Versl-
anirnar í Borgarnesi, Reykjanesi og
Selfossi eru einungis sérvöruversl-
anir.
Sérstaða Hagkaups í sérverslun
Og það er einmitt helst áhersla
Hagkaups á rekstur sérvöruversl-
unar samhliða rekstri dagvöru-
verslunar sem greinir Hagkaup frá
öðrum verslunum á sama markaði.
Finnur Árnason segir í samtali við
áramótablað Viðskiptablaðsins að
þær fjórar sérvöruverslanir sem
Hagar reka séu um fi mm prósent af
heildar veltunni og velta sérvöru-
hluta Hagkaups sé örlítið meiri en
það. Uppbygging sérvöruhlutans
innan Hagkaups sést á því að tísku-
vörukeðjan F&F opnaði verslun í
Hagkaupi í Kringlunni í nóvember.
Í nýjasta árshlutareikningi Haga
var tilkynnt um áform um að fjölga
verslunum F&F.
Breytingar gerðar á Kjarval
Kaupás rekur einnig verslanir undir
heitinu Kjarval utan höfuðborgar-
svæðisins. „Hugmyndafræðin þar
er hverfisverslanir sem leggja
áherslu á lágt vöruverð. Við höfum
verið að færa Kjarval nær Krónunni
og erum farnir að gera tvennt. Við
erum annars vegar farnir að bjóða
vörur sem eru merktar Krónunni
og seljum þær þá á sama verði og
í Krónunni. Einnig höfum við tekið
nokkra aðra vörufl okka og sett þá á
sama verð og í Krónunni,“ segir Jón
Björnsson. Hann nefnir sem dæmi
að allar mjólkurvörur og ostar
séu seldir á sama verði í Kjarval
og Krónunni. Hann segir að þessi
stefna hafi verið tekin upp núna í
sumar.
Verslanir Kjarvals eru einkum
reknar á Suðurlandi; á Hvolsvelli, í
Þorlákshöfn, á Kirkjubæjarklaustri
og í Vík í Mýrdal. „Við höfum fund-
ið fyrir góðum móttökum við þess-
Ég lít svo á
að með því
að vera að fara yfir
þessi mál með okkur
séu þeir ákveðnir í
að koma til Íslands.
Gunnar Einarsson
Við höfum
verið að færa
Kjarval nær Krón-
unni.
Jón Björnsson
En við finnum
fyrir erlendum
ferðamönnum á
sumrin. Sumarið í
sumar var gott.
Ómar Valdimarsson
ÚTTEKT
Jón Hákon Halldórsson
jonhakon@frettabladid.is
Risarnir þrír velta 118 mill
Samanlögð árleg velta Haga, Kaupáss og Samkaupa á matvörumarkaði nemur rúmum 118 milljörðum króna. Velta Ha
an í miðborg Reykjavíkur og utan höfuðborgarsvæðisins eykst með fjölgun ferðamanna. Fulltrúar Costco funduðu með
Meniga hefur tekið saman tölur yfir
markaðshlutdeild verslana á Íslandi árið
2014 byggðar á kortafærslum 13.562 ein-
staklinga, sextán ára og eldri sem nýta sér
þjónustu Meniga. Samkvæmt þeim tölum
er Bónus með langstærstu markaðshlut-
deildina eða 41,5 prósent. Því næst kemur
Krónan með 17,8 prósent markaðshlutdeild
og þá Hagkaup matvara með 14,9 prósent.
Aðrar verslanir eru með innan við tíu
prósent af markaðshlutdeildinni.
Miðast við innkaup einstaklinga
Þó ber að hafa nokkurn fyrirvara á
þessum tölum. Í fyrrgreindum tölum er
tekið tillit til innkaupa einstaklinga en
ekki til innkaupa á fyrirtækjakort, erlend
greiðslukort, eða peningaviðskipti. Þá er
hlutfall íbúa í þéttbýli hærra í Meniga-
úrtakinu heldur en í raun. Af þeim
sökum geta hlutdeildartölur verslana á
landsbyggðinni í sölu verið vanmetnar.
Sérfræðingar Meninga telja þó að þessi
skekkja breyti litlu í heildarmyndinni.
Loks má benda á að sumar af þeim
Hagkaupsverslunum sem teknar eru með
eru með blandaða sölu af matvöru og
sérvöru (svo sem Hagkaup í Skeifunni,
Kringlunni og Garðabæ). Í þeim tilvikum
er því hlutdeild í sölu á matvöru ofmetin.
Í Meniga er ekki unnt að greina þar á
milli. Rétt er að taka fram að samantekt
Meniga er byggð á ópersónugreinan-
legum gögnum.
Greining Samkeppniseftirlitsins
Samkvæmt upplýsingum Markaðarins
vinnur Samkeppniseftirlitið að greiningu
á markaðshlutdeild aðila, en þeirri
greiningu mun ljúka á næstunni. Nýjustu
tölur Samkeppniseftirlitsins yfir markaðs-
hlutdeild eru frá árinu 2010 í skýrslu
sem birtist árið 2012 og hefur markaður-
inn tekið nokkrum breytingum frá þeim
tíma. Samkvæmt þeim tölum voru Hagar
með 53 prósent markaðshlutdeild árið
2010, Kaupás var með 21 prósent og
Samkaup með 16 prósent. Aðrar versl-
anir voru svo með um 10 prósent.
Bónus var þá eins og nú langstærsta
verslanakeðja landsins með um 40%
markaðshlutdeild. Næststærsta keðjan var
Krónan með 16% hlut, því næst Hagkaup
með 10 prósenta hlut, Nettó með 7%,
Samkaup-úrval 5%,, Nóatún 4% og 10-11
með 4%. Aðrar keðjur og verslanir voru
samtals með 14%.
BÓNUS MEÐ 42 PRÓSENT AF MARKAÐNUM
ÞEIR STÆRSTU Á matvörumarkaðnum eru nú þegar þrír stórir aðilar og fjöldi smærri. Stærstir eru Hagar verslanir, sem er hluti af Hagasamstæðunni og rekur Bónus og Hagkaup. Kaupás, sem er hluti af Festi, rekur Nettó, Krónuna og Kjarval. Samk
en hlutfallslega er mest sala hjá Samkaupum utan höfuðborgarsvæðisins.
Hlutdeild í
matarinnkaupum
heimila árið 2014
Bónus
Krónan
Hagkaup
Nettó
Samkaup
Nóatún
Víðir
Tíu ellefu
Fjarðarkaup
Kostur
Iceland
Aðrar verslanir
41,5%
17,8%
14,9%
7,2%
4,2%
3,6%
2,3%
2,2%
2,1%
1,4%
1,1%
1,6%
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
3
:5
3
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
7
D
-C
D
7
C
1
7
7
D
-C
C
4
0
1
7
7
D
-C
B
0
4
1
7
7
D
-C
9
C
8
2
8
0
X
4
0
0
8
B
F
B
0
6
4
s
_
2
0
_
1
_
2
0
1
5
C
M
Y
K